Leyfum manninum anda

.....hefði verið hart ef að hann hefði ræst út menn í morgun til að leysa þetta, þeyfi honum njóta vafans til að byrja með. En hvernig hefur þetta verið með þingmenn sem sitja ásamt þingstörfum í hinum og þessum stjórnum - eru þeir að þiggja laun fyrir það? Ef svo er  er það eðlilegt?

Þorgerður Katrín skaut fast á karlinn, en er hún búin að gleyma því hvernig var með fyrirtæki hennar og manns hennar í bankafjörinu og þá fyrirgreiðslu sem rætt er um að þau hafi fengið?

Það er fullt af svona hlutum sem að þjóðin vill fá að heyra um og taka á og flokka í hvað er eðlilegt og hvað ekki, um þetta eiga að ríkja skýrar reglur.

Minnist þess t.d. ekki að hafa heyrt þann samanburð þegar sumt að þessu liði var að þiggja 2 millur í styrk frá hinum og þessum fyrirtækjum til þess að reka framboðin sín - 2 millur er það sem margt fólk er með í árslaun. Íþróttafélög tipla á tánum fyrir fyrirtæki sem styrkja þau um jafnvel 300 þús hvað gerir stjórnmálamaður eða flokkur þegar kemur að málefnum fyrirtækis sem að hefur styrkt þá um milljónir?


mbl.is Þráinn íhugar heiðurslaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hingað til hefur þingmönnum ekki verið gefin tími til þess að anda...

Bonsó (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 17:41

2 identicon

Þér finnst semsagt í lagi að pönkast á xD mönnum en þegar það er borgarahreyfingin þá á leyfa honum að anda. Veistu ef þetta væri ekki jafn mikill hræsnari og ljóst er þá ætti hann ekki að þurfa hugsa sig um. Það eru 20.000 manns á atvinnuleysisskrá. Hann er nú þegar búinn að vera á launum fyrir að gera ekki neitt og ætlar svo að bæta þingmannakaupum á það. Er þetta spurning? Fyrir hvað stóð þessi borgarahreyfing aftur? Sorglegt.

Þór Jóhannesson (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 17:55

3 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Ef að ég á að vera sanngjarn þá pönkast engir eins mikiðá öðrum og X-D menn - það er fact í því byggðarlagi sem að ég bý. Ég sagði aldrei að mér fyndist rétt að hann héldi þessum launum, en hann hýtur að gefa það út núna í vikunni þegar að hann er nú orðinn þingmaður. Hann hefur þó ekki en verið að misnota aðstöðu sínu í starfi sem þingmaður - personulega finnst mér þetta orka tvímælis en eru fordæmi í svonatilfellum? Ég personulega myndi ekki þiggja þessi lista mannalaun. Nákvæmlega eins og ég hefði sagt af mér ef að ég hefði verið í þeirri aðstöðu sem margir þingmenn hafa verið settir í upp á síðkastið, margt af því er kannski löglegt en algjörlega siðlaust.

Gísli Foster Hjartarson, 26.4.2009 kl. 19:25

4 identicon

Bara það eitt að hann skuli þurfa að íhuga málið sýnir að honum finnst hann ekki þurfa að skila neinu, annars hefði hann strax sagt að hann ætlaði að gera það. 

Oddviti Borgarahreyfingarinnar, sem segist vera sprottin úr Búsáhaldabyltingunni til að breyta viðteknum venjum og spillingu, þarf að "athuga hvaða hefðir gilda" um það að þiggja tvöföld laun frá skattborgurunum.  Hljómar vel ekki satt?

Whatsername (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband