Tek nú ekki oft upp hanskann...

...fyrir Árna Johnsen en mikið andskoti er ég sammála honum varðandi þetta að lið sé að hringja út og biðja fólk að strika hann út, já eða einhvern annan - óboðlegt  Fáránlegast þykir mér að fólki skuli hafa dottið í hug að hvetja fólk sem ætlaði að kjósa aðra flokka að strika hann jafnframt út. - fáránlegt - algjörlga óboðlegt - og ætti í raun að vera sakarhæft

Fólk sem strikaði svo yfir nafn Árna verður svo að eiga það við sjálft sig hvort það strik kom frá hjartanu eða hvort það var pantað af öðrum? Alveg eins og með aðrar útstrikanir


mbl.is Árni Johnsen segir skipulega unnið gegn sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Útstrikanafjöldi ÁJ er merkilegur fyrir þær sakir að sá glæpur sem hann var dæmur fyrir kemst ekki í hálfkvisti við það sem bankamálaráðherra gerði sig sekan um í fyrra. Heilt bankakerfi hrundi vegna þess að hann var steinsofandi, fljótandi að feigðarósi. Ég hélt að menn væru búnir að gleyma Árna og menn væru uppteknir af stærri glæpum en segldúkum og skrúfum í röngum höndum.

Jón Óskar Þórhallsson (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 15:02

2 identicon

Er það eitthvað fáranlegri kosningaáróður en að hvetja menn til að kjósa einn flokk í stað annars?

Sjaldnast verða til útstrikunarherferðir þar sem flokkseiningin er yfirleitt sett hærra en telji menn að ákveðinn frambjóðandi sé óhæfur þá er fullkomnlega eðlilegt að menn beiti sér gegn komu hans á þing með útstrikunum rétt eins og menn beita sér gegn koma heilu flokkanna á þing með því að kjósa mótherja.

Árni er bara sár að allir landsmenn skuli ekki vera búnir að fyrirgefa honum sýnar syndir eins og Vestmanneyjingar hafa gert. Þar á hann við engan að sakast nema sjálfan sig.

Ákall hans um að breyta reglunum bara af því að þær koma upp um vantraust kjósenda flokksins á hann sýnir berlega að þar fer mikil lýðsskrumari fram.

Kris (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 15:02

3 identicon

Það heitir víst "að taka upp hanskann fyrir einhvern"!    Mér sýnist að pólitíkin hafi sýnt öll sín verstu tilbrigði af "skítlegu eðli" undanfarna daga, árásirnar á Þráin, jafnvel úr allra hörðustu áttum, á Árna, á Mörð og fleira mætti nefna.    Þetta er forarvilpa sem engin heiðvirð manneskja ætti að koma nærri!    Værum við byssuþjóð væru margir fallnir í valinn (og sumir alveg að skaðlausu!).

Ragnar

Ragnar Eiriksson (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 15:21

4 identicon

fáránlega klaufalegt af Árna..á þá líka að banna að hringingar í fólk í því skyni að kjósa viðkomandi....?

zappa (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 15:21

5 identicon

Ég er sammála þér Gilli. Mér finnst það ekki eðlilegt að vera að hringja skipulega í fólk og biðja það að strika Árna út (sama hvað manni finnst um hann). Það gengur að fólk hafi verið að fá þannig símtöl og það hafi jafnvel verið að biðja fólk sem er í öðrum flokkum að strika hann samt út (sem ógildir kjörseðlana). Hef líka heyrt að lögreglan á Selfossi hafi fengið kvartanir frá foreldrum barna sem voru tiltölulega ný komin með kostningarétt vegna þessa máls. Væri gaman að heyra frá lögreglunni hvort að þetta sé rétt.

 Ef svo er þá er þetta mjög ósiðlegt

Auðbjörg (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 16:49

6 Smámynd: Héðinn Björnsson

Hafi það verið gert er það sakhæft og getur gefið allt að 2 ára fangelsi.

Héðinn Björnsson, 29.4.2009 kl. 16:55

7 identicon

Sé það rétt hjá Árna að menn hafi verið að reyna að blekkja kjósendur til að ógilda kjörseðil sinn þá er það grafalvarlegt mál. Það ætti hinsvegar að vera einfalt að komast að því hversu margir kusa ekki X-D en strikuðu Árna út.

@ Auðbjörg

Það er skilgreiningar atriði að hver sá sem hefur náð kosningaaldri er ekki barn. Það er ekkert (í lagalegum skilningi) öðruvísi við það að hringja í 18 ára og 38 ára kjósenda.

Hitt er svo annað mál að símaherferðir af öllu tagi ætti náttúrulega að banna bara sem prinsipp mál. 

Kris (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.