Platini safnar liði!!!

Nú byrjar fjörið, Nú er Platini vænti ég að safna liði til að stíga á þær öflugu unglingabúðir sem að mörg liðin í Englandi eru búin að koma sér upp. Þar á ég við þann mikla fjölda leikmanna af erlendu bergi brotna sem eru mætir með nesti og fá nýja takkaskó fyrir að flytja til Englands, og jafnvel koma foreldrarnir með. Auðvitað er þetta svolítið skrýtið en við þessu eru engin viðurlög eins og er og því er það Platini og félaga að hrófla við þessu en hann leggur ekki af stað í stríðið fyrr en hann er búin að vinna sér inn stuðning frá hinum og þessum félögum og svo landssamböndum. Hef þá trú að Englendingar, Belgar og jafnvel Hollendingar munu kannski streitast á móti, en bara til að byrja með. 

Ég held að þetta geti orðið eitt af þeim málum sem hvað skemmtilegast verður að fylgjast með í boltanum fyrir okkur fíklana semlátum okkur ekki duga að fylgjast bara með sjálfu tuðrusparkinu heldur líka umhverfinu og þeim hræringum sem á því verða.


mbl.is Wenger sakaður um barnaþrælkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Trúi ekki öðru en Amnesti International fari bráðum að skerast í leikinn. Sjáið líka Ronaldo hjá Man Utd, hann er bara þræll eins og Sepp Blatter hélt fram...

Jon Hr (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 20:44

2 identicon

Platini er fáviti sem er búin að reyna að stemma stigu við yfirráðum Enskra liða í Evrópu síðan hann komst til metorða hjá UEFA,en hann gleymir því að hann sjálfur fór til Ítalíu til að hirða ofurlaun fyrstur manna þegar hann var leikmaður hjá stórliðinu Saint-Étienne!!

Oddberg (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 21:39

3 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Ekki gleyma, Platini var kosinn af "smærri" liðunum í stól forseta "stóru" liðin vildu hann ekki, þau vildu t.d. hafa CL óbreytta, þetta verður fróðlegt.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 29.4.2009 kl. 22:12

4 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Á þessum spjall vef er stranglega bannað að dissa mitt lið í Frakkland Saint Etienne - er það skilið Oddberg?

Þetta verður forvitnilegt kannski að maður ætti að reyna að komast til áhrifa þarna, í þessum evrópuboltamálum!!!

Gísli Foster Hjartarson, 29.4.2009 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband