Pólitík og grínið

Þegar menn geta hagað sér svona með þessu flokka brölti og samt setið áfram - þá held ég að það sé kominn tími á að hafa þetta bara allt persónukjör og að maður merki við persónur en ekki flokka, þetta flökkt er orðið grátlegt og með hreinum ólíkindum.  Kjósum fólk en ekki flokka, ef að hin leiðin á að vera áfram eiga menn bara að missa sæti sitt ef að þeir ætla að skipta um klár í miðri á.
mbl.is Ólafur kveður Frjálslynda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Þór Steindórsson

Ég er nú sammála þér með að flokkabröltið er orðið hlægilegt, eða réttara sagt hefur alltaf verið hlægilegt. Það er kominn tími á persónukjör og fyrst það náðist ekki samhljómur fyrir því fyrir alþingiskosningarnar þá held ég að ágætt væri bara að byrja á persónukjör í  borgarstjórnarkosningum og sjá hvernig sú tilraun gengur. Þá væri hægt að nota fengna reynslu í alþingiskosningum næst.

Það sem mælir með persónukjöri er hiklaust sú staðreynd að með því að kjósa flokka eru alltaf einhverjir sem hafa bitið það í sig að "Sinn flokkur" sé það eina rétta, óháð mannskap og  allmennt aðgerðum flokksins en rýna þess í stað á stefnu flokksins sem þá hægri,mið eða vinstri flokk. Þetta setur þig þá í þá stöðu að geta strikað út einhverja af þeim lista sem fólk sem betur fer gerir en staðreyndin er sú að margir strika ekki út þó þeim lítist ekki áframbjóðandann. Með persónukjöri getur þú áfram kosið þína hægri, miða eða vinstri menn að þeirri undantekningu að þú setur varla x við þann mann sem þú ekki ert sáttur við. Því sé ég þetta bara sem "allir vinna" framkvæmd því flokkarnir eru enn við lýði.... bara sundraðir að hluta.

Stefán Þór Steindórsson, 5.5.2009 kl. 09:17

2 identicon

Óli er spes

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 12:18

3 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Stebbi sammála þér - ef menn halda flokkunum þá vil ég líka geta kosið á ská yfir línuna, þ.e.a.s. menn úr öllum flokkum í samræmi við fjöldan í bæjarstjórn eða þingmenn viðkomandi

Gísli Foster Hjartarson, 5.5.2009 kl. 13:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband