Slúðurpakkarnir galopnast

Nú fer sá sekmmtilegi tími í hönd að fjölmiðlamenn missa sig gjörsamlega í að bendla menn við öll möguleg og ómöguleg lið hér og þar og jafnvel allsstaðar. - sérstaklega í Englandi - United menn hafa nú ekki farið varhluta af því í gegnum tíðina og nú er byrjað að berja á þeim aftur,  en kannski að Man. City fá fleiri fréttir af svona leikmanna hræringum í ár en United og jafnvel nokkurt annað lið, enda á buddan að vera troðnust á þeim bænum.

Ég bíð spenntastur eftir fréttum af Man. City, Newcastle, West Ham og þessum liðum sem ekki teljast til fjögurra stærstu. Einnig mun vilja sjá hvað gerist hjá Reading (tala nú ekki um ef að þeir komast upp). Svo er náttúrulega lögboðið að fylgjast grannt með hvað gerist hjá Brighton og Crewe.

Hræringar sem verða hjá Chelsea, Man. United, Arsenal og Liverpool verða náttúrulega í hávegum hafðar í umfjöllun blaða eins og svo oft áður


mbl.is Man. Utd hafnar Ribéry-fréttum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hræddur um að City nái varla að kaupa margar stórstjörnur ef þeir ná ekki UEFA sæti í deildinni, en þeir eiga enn góðan séns á því. Eru ekki annars sæti 5, 6 og 7 í deildinni sem gefa þáttökurétt í UEFA Cup?

Jon Hr (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 16:19

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Jú Jón ég held að þetta sé rétt sæti 5 og 6 og svo bikameistararnir eru það ekki og svo eitt eða tvö sæti í þessar keooni sem byrjar um mitt sumar við lítinn fögnuð enskra.

Gísli Foster Hjartarson, 5.5.2009 kl. 18:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.