Mun Chelsea hafa þetta?

Burtséð frá því hvort Henry spilar eða ekki þá ætla ég að halda með Chelsea í kvöld, þá eru pottþétt færri í mínu liði en hinu. Flestir hafa hallað undir flatt og viljað sjá Barcelona fara alla leið í úrslitaleikinn, enda frábært fótboltalið þar á ferð, mér finnst bara einhvern veginn eins og Chelsea muni hafa þetta og eins undarlega og það kann að shljóma þá finnst mér Chelsea líklegri til að vinna United en Barcelona ef út í það er farið, er ekki viss um að Börsungar geti varist þeim Untied mönnum með sitt öfluga sóknarlið - víst er framlína Börsunga skæð en vörnin er veikari en vörn United og þar held ég að munruinn muni liggja, ef að United og Barcelona mætast og þann slag mun United vinna - ég hef meiri trú á að Chelsea geti ýtt við United og sigrað þá - en fyrst þurfa Chelseamenn náttúrulega að vinna leikinn í kvöld.
mbl.is Óvissa með Henry gegn Chelsea í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Er sammála..Chelsea tekur leikinn...Lampard og Terry...með mörkin...

Halldór Jóhannsson, 6.5.2009 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband