7.5.2009 | 13:30
Er UEFA að grínast?
Væri ekki meiri skynsemi hjá þeim að banna honum að dæma leiki ?
UEFA bannar dómaranum að ræða um leikinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- vkb
- hector
- svenko
- rocco22
- nautabaninn
- austri
- gislisig
- skari
- kristinn-karl
- eyjapeyji
- maggibraga
- kjartanvido
- gretaro
- nafar
- bgunnars
- don
- hallarut
- smarijokull
- helgigunnars
- nesirokk
- baldis
- ews
- bjarnihardar
- vga
- nkosi
- sjonsson
- valurstef
- sveinni
- einarben
- kuriguri
- sigthora
- sokrates
- perlan
- swaage
- kristleifur
- gebbo
- eyja-vala
- iceman
- skari60
- frisk
- einarlee
- peturorri
- hemmi
- gudni-is
- bjarnifreyr
- betareynis
- saethorhelgi
- malacai
- nutima
- ornsh
- gotusmidjan
- lucas
- nbablogg
- sigurduringi
- gumson
- gattin
- savar
- blindur
- hordurhalldorsson
- reynir
- topplistinn
- johannesthor
- ansigu
- minos
- tbs
- hafthorb
- frekna
- tannibowie
- svei
- gp
- bookiceland
- solvi70
- ragnaro
- seinars
- skagstrendingur
- sonurhafsins
- elinerna
- ahi
Athugasemdir
Ætli það verði ekki niðurstaðan hjá þeima að skala hann niður. Fannst útafrekstur Abidal alveg út í hött líka.
Jón Óskar Þórhallsson (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 13:32
já hann var tæpur og fleiri atvik svo sem - bara afleitur dómari
Gísli Foster Hjartarson, 7.5.2009 kl. 13:34
Það ætti þá líka að banna Chelsea að leika leiki.
Þetta er alltaf svona þegar þeir fá ekki það sem þeir vilja. Umkringja dómarann og reyna að hafa áhrif á hann. Þetta hefur gerst hvað eftir annað hjá Chelsea og aldrei fá þeir neitt meira en smásekt sem Roman getur borgað með klinki úr vasanum. Já, og svo lofa þeir alltaf öllu fögru þegar þeir eru frammi fyrir dómstólum vegna framkomu leikmanna.
Svona framkoma verður til þess að einhverjir brjálæðingar fá flugu í höfuðið og fara að senda dómurum morðhótanir. Hvers vegna hætti Anders Frisk að dæma? Það var einmitt vegna morðhótana eftir að einhverjum fannst hann halla á Chelsea (í Meistaradeildarleik gegn Barcelona). Kannski vill Chelsea ekki hafa neina dómara? Þá getur Roman bara látið mafíuna sína sjá um að úrslitin verði "rétt".
Kristján Magnús Arason, 7.5.2009 kl. 15:31
Það hefðu nú allir orðið brjálaðir út í þennan dómara ef þeir hefðu verið inni á vellinum. Þessi dómgæsla var til skammar, kannski er rétt að refsa leikmönnum sem létu eins og fífl en það hlýtur að vera forgangsmál að láta þennan dómara ekki koma nálægt svona mikilvægum leikjum framar.
Brynjar (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 15:39
Það verður pott þétt niðurstaða að hann fái ekki að dæma í evrópukeppninni aftur. Allir sjá hversu fáránlegar ákvarðanir þetta voru hjá honum. En það breytir því ekki að svona hegðun og framkoma nokkurra leikmanna Chelsea er til háborinnar skammar. Þetta eru atvinnumenn í fótbolta og hljóta að þekkja þær staðreyndir að það þýðir ekki að deila við dómarann. Eftir það sem átti sér stað þegar flautað var til leiksloka hefur maður ekki vott af samúð með Chelsea.
Einar (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 17:37
Ég get nú ekki tekið undir að þessi ágæti norski kollegi minn ;-) sé afleitur dómari. Í raun gerði hann tvenn mistök, dæmdi ekki víti á Barcelona í stöðunni 1-0 og rak varnarmann Barcelona útaf. Mér fannst annað vera í þokkalega góðu standi hjá honum. Hvað voru Chelsea menn t.d. ósáttir við? Að hann skyldi aldrei falla í þá gryfju að gefa Drogba "sídettandi" aukaspyrnur. Hann las þann mikla leikara eins og góða bók. Drogba var ósáttur við að fá ekkert fyrir að detta svona oft og hagaði sér auðvitað eins og smákrakki, bæði í leiknum og eftir hann.
Mér fannst það t.d. ekki fáránleg ákvörðun að gefa Ballack gult fyrir mótmæli þótt hann hefði ekki dæmt víti, sem vissulega var víti. Ef dómarinn dæmir ekki, þá breytir þú engu með því að öskra á hann eða ýta við honum. Norski dómarinn sýndi hins vegar stillingu í þessu tilviki, margir hefðu hent þýska miðjumanninum út af fyrir þessa framgöngu. Framkoma leikmanna Chelsea var ófagleg og gerir ekkert nema að æsa múginn upp. Ég vona að þessi norski dómari dæmi áfram því það þarf bein í nefinu til að dæma eftir sinni sannfæringu, fyrir framan 45 þúsund manns og sívælandi og -kvartandi heimamenn.
Mér finnst þó að dómaranum eigi ekki að vera bannað að tjá sig um leikinn. Hann er hluti af honum eins og leikmennirnir og það væri best fyrir alla ef hans hlið myndi heyrast.
Og hvað er þetta með að mótmæla rauða spjaldinu á Fletcher? Eru menn ekki að grínast?
Júlli (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 17:47
Dómarinn var slakur - punktur ....en
......auðvitað ber leikmönnum að haga sér - alveg sammála því - og ég held að við skiljum allir svekkelsi þeirra. Ég var líka rosalega svekktur þegar stelpan sem að ég var hrifin af og sá sem framtíðar konu mína vildi ekki fara með mér heim, fjögur böll í röð, en ég réðst ekki að henni og svívirti eða kenndi henni um alar ófarirnar, eflasut spilaði útlit og fleira inn í - he he - Chelsea menn nýttu heldur ekki færin og því er svekkelsið mun meira yfir getuleysi dómarans.
Gísli Foster Hjartarson, 7.5.2009 kl. 17:48
Fyrir utan þessi tvö tilvik, vítið og rauða spjaldið, var dómarinn þokkalegur. Ekki góður, ekki frábær en langt í frá slakur. Hann hélt t.d. sömu línu allan leikinn, menn fengu að kljást eins og á að vera í fótbolta. Því fyrr sem menn sætta sig við að dómarar geri líka mistök, því fyrr geta þeir hinir sömu haft gaman að fótboltanum.
Annars var leikurinn yfir höfuð slakur, mikil vonbrigði með þessa undanúrslitaleiki Meistaradeildarinnar. Við skulum vona að úrslitaleikurinn verði betri.
Júlli (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 17:54
Ég verð reyndar að viðurkenna það Júlli að karlinn hélt nokkuð góðri línu. og leyfði þokkalega baráttu. En þessi mistök hans varðandi t.d. vítaspyrnudómana eru bara svo svakaleg að það hálfa væri nóg, brottreksturinn orkaði líka tvímælis en athyglisvert var t.d.að þjálfari Barca virtist ekki setja út á þann dóm,það var smá klafs þarna rétt áður, í hæl, en ég hélt að maðurinn myndi halda balance.
Framkoma Ballack og Drogba var til skammar, og er ég þó frekar Hallur undir Ballack, ég hefði sennilea gefið honum rautt og sama á við um Drogba, en kannski skyldi dómarinn svekkelsi þeirra? En gaman væri að heyra útskýringar dómarans á því afhverju þetta voru ekki vítaspyrnur Píquet klárlega lagði fyrir sig boltann og að hvorki línuvörður í beinni línu og dómari hafi ekki séð það er ótrúlegt.
Varðandi þessa tvo leiki Chelsea og Barca þá var fyrri leikurinn hundleiðinlegur en leikurinn í gær var ekki svo slakur - það er mikið í húfi og því kannski ekki hægt að reikna með glansleikjum.
Ég vona að fótboltinn veðri í lykilhlutverki í úrslitaleiknum, ætla nú að halda áfram að horfa á mitt lið Werder Bremen
Þakka skemmtileg komment hér.
Gísli Foster Hjartarson, 7.5.2009 kl. 19:44
Þetta var hræðileg frammistaða.
Mér finnst ekki ólíklegt að dómaraferill hans sé á enda.
Hvað á Chelsea menn marga vítaspyrnur inni hjá honum ? 3 eða voru þær 4 ???
Þvílík vinnubrögð.
ThoR-E, 7.5.2009 kl. 20:22
Eins og einn nefndi, hætti Anders Frisk að dæma 2005 og var hann einn færasti dómari þá, Barca töpuðu svo á Brúnni, Valdes var hindraður í teignum og Terry skallaði í autt markið sem færði Chelsea seðilinn í 8liða úrslitin. Nema, Rikjaard og hans lærisveinar þá gengu af velli niðurlútir án þess þó að ráðast að dómaranum, reyndar kvörtuðu þeir en svo ekkert meira, þannig að Barca þurftu nú að bíta í súrt epli þetta árið eftir hreint frábæran leik, á bara hreinlega enga samúð með Drogba , Ballack ofl þarna í Chelsea, alltaf þessi skrýlslæti í þeim og nota dómarann oft til að kenna um tap, fyrst og fremst átti Drogba bara að kenna sjálfum sér um að hafa ekki klárað upplagt færi til að koma sínu liði í 2-0.
Þorbergur Friðriksson (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 22:46
Af hverju er verið að flækja málið og klifað á framkomu Chelsea manna. Að mínu áliti voru mótmæli þeirra mjög eðlileg og óvenju fáir leikmenn sem mótmæltu eftir leik. Ég er sannfærður að ef mitt lið hefði verið beytt þessu ranglæti þá hefðu þeir mótmælt af meiri krafti en þetta. Hvaða lið mundi ganga prúðir af velli eftir slíkan þjófnað og ranglæti???? Ég bara spyr. Og ég vil ganga svo langt að segja: Chelsea menn hafa eenga ástæðu til að afsaka þessa hegðun eftir leik.Hún var mjög eðlileg. Ef enhver á að biðjast afsökunar er það Tom Henning Ovrebo.
Ingvar (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 00:05
Hva, er eitthvað að útlitinu á þér, Gísli?
Annars sagði kunningi minn, sem er enskur dómari (og með reglurnar og túlkun þeirra vel á hreinu), að vítaspyrnurnar (sem ekki voru) hefðu verið vafaatriði sem hefðu getað farið a hvorn veginn sem var. Sumir hefðu dæmt víti og aðrir ekki og í raun ekki hægt að álasa dómaranum fyrir þær ákvarðanir sem hann tók þar. Honum fannst dómarinn hafa gert þrenn virkileg mistök, sem væru líkleg til þess að UEFA myndi skamma hann. Þetta voru brottreksturinn á Abidal og að hafa ekki gefið Ballack og Drogba rautt í leikslok.
Hvaðan kemur annars Fostersnafnið? Það skyldi ekki hafa eitthvað að gera með Brighton og Steve Foster, ha?
Kristján Magnús Arason, 8.5.2009 kl. 00:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.