Glæstur sigur Brimarborgara

hamburg_volksparkstadion.jpgDiego og félagar stóðu sko aldeilis fyrir sínu í kvöld, frábær sigur á útivelli gegn HSV. Sérdeilis fínn spilari Diego og Pizzaro kemst í úrlsitaleik í Evrópukeppni þrátt fyrir að vera leikmaður Chelsea, en er náttúrulega núna lánsmaður hjá Bremen.

Vona að Bremen taki þessa dollu.

Rifjaði það upp með sjálfum mér meðan ég horfði á leikinn að ég kom á Volkspark stadium fyrir mörgum árum, sjá völlinn á mynd, þá var völlurinn eins og þegar þeir félagar Kevin Keegan, Manny Kaltz og fleiri höfðu verið að spila þar, nú er komin þessi glæsilegi leikvangur með AOL nafninu - ótrúlega flottar breytingar sem eru að eiga sér stað, eða hafa átt sér stað,  á mörgum af þessum stóru völlum. Nú bíður maður bara eftir að Brighton klári nýjan völl, nýjan Goldstone Ground - he he.

aol-arena.jpg


mbl.is Werder og Shakhtar mætast í Istanbul
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Frábært hjá Bremen-mönnum....kanski Eyjavöllur verði svona síðar...

Halldór Jóhannsson, 7.5.2009 kl. 22:26

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

he he he in your dreams - við höfum ekkert við þetta að gera þó svo að við mættum alveg bæta okkur aðeins

Gísli Foster Hjartarson, 7.5.2009 kl. 22:33

3 identicon

Diego fékk sitt 3. spjald og verður í banni í úrslitum. Vantar besta manninn. Þessi spjaldaregla er rugl...á að afnema spjöld þegar að úrslitum kemur. Þannig er það á HM og EM

Eiki S. (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 10:16

4 identicon

Já, og þessi mynd af Weserstadion er eldgömul...búið að pimpa völlinn hressilega upp síðan ;) Go Bremen!

Eiki S. (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 10:24

5 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Eiki þetta er mynd af Volksparkstadion í Hamborg - Weserstadion hefur líka breyst mikið síðan ég kom þar síðast.

Gísli Foster Hjartarson, 8.5.2009 kl. 11:21

6 identicon

Já þú meinar x/ Já, minnti mig á Weserstadion eins og hann var. Hef aldrei verið mikið inní málefnum HSV...sem núna spilar reyndar í HSH Nordbank Arena. AOL er hættur sem sponsor.

Leiðinlegt með Diego. Hann fékk spjald fyrir akkúrat ekki neitt...ætli úkraínska mafían hafi ekki keypt dómarann...það kemur manni ekkert á óvart lengur. Kveðja

Eiki S. (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 14:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband