Erfið byrjun Skagamanna

Það virðast vera hökkrar á leik Skagamanna við upphaf þessa Íslandsmóts, man svo sem eftir svioaðri byrjun hjá okkur Eyjamönnum þegar að við byrjuðum tímabilið2007 í næst efstu deild - þa getur verið erfitt að fóta sig í nýrri deild á nýjum standard og vissulega er Skagaliðið ekki eins öflugt og það var fyrir nokkrum árum, það hefur hægt og rólega fjarað undan að því er virðist en ég neita að trúa öðru en að þeir fari upp úr þessari deild í sumar - gef þeim smá tíma til að ná áttum. Þeir verða líka að gera sér grein fyrir því að þeir eru liðið sem að allir í deildinni vilja vinna. Myndi vilja sjá ÍA, Þór eða KA hreppa þessi 2 sæti sem í boði eru í efstu deild, já og jafnvel Selfoss, en er bara ekki alveg viss um þa.
mbl.is ÍA og Leiknir skildu jöfn á Akranesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sá leikinn, ætli þetta hafi ekki verið sanngjörn úrlit. Sofandaháttur í vörn ÍA  á upphafs sekúndum leiksins gaf Leikni mark. Annars eru mjög vel spilandi leikmenn í báðum liðum, en vantar meiri samhæfingu. Skaginn þarf að bæta sóknarleikinn, og hætta að spila boltanum til baka til aftasta manns þegar hitt liðið dregur sig til baka. Meiri hraði í sóknina, og nota breidd vallarins betur í sóknarleik, þá munu stigin skila sér. Sendingar þurfa að rata betur á samherja. Lið Leiknis er á svipuðum nótum og Skagamenn, sendingum er þó en meira ábótavant, svo mættu þeir gera minna að því að biðla til dómarans með leikaraskap, til að fá dæmd brot á andstæðinginn. Lítið var um skot á rammann hjá báðum liðum, fóru flest framhjá. Baráttuleikur, jafntefli. Eitt mark dæmt af ÍA, sá ekki ástæðuna.

Stefán Lárus Pálsson (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 23:09

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Takk fyrir þetta Stefán Lárus. Þetta er sennilega lengri umfjöllun en við fáum í fjölmiðlum um leikinn!!!!!

Gísli Foster Hjartarson, 15.5.2009 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband