Eitt hænuskref í viðbót

Gaman að hafa þetta saman 500.000 flettingar á Moggablogginu hjá mér og þetta að það skuli vera byrjað á þessum mikla garði sem á vonandi eftir að hjálpa til við að gera það kleift að stytta siglingaleiðina til Eyja. - Ég fagna hvoru tveggja en þó ívið meira hafnargerðinni.

Ef allt fer sem horfir hef ég trú á áuknum ferðamannastraumi til Eyja, styttri siglingatími mun fjölga ferðamönnum án nokkurs vafa - náttúruperlur eins og Eyjar bæta við sig aðsókn þegar aðgengi að þeim er gert betra svo klárt er það held ég. Svo mun þá í kjölfarið a þessu verða tekið upp takmarkað miðaframboð á ÞJóðhátíð, því ekki mun dalurin né eyjan taka við enda lausum straum af fólki - takmarkað miðaframboð er framtíðin án nokkurs vafa.  Þessi siglignaleið og örari ferði ætti að auðvelda foreldrum að koma á Shell og TM-mót hér í Eyjum sem og margt annað, t.d. fjölgun á golfvellinum.

Þetta er bara tilhlökkunarefni - megi verkinu miða vel áfram  og þessi höfn verða framkvæmdaaðilum til mikils sóma.


mbl.is Fyrsta hlassið í Bakkafjöru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það sem skiptir auðvitað höfuðmáli í þessu er að með þessum framkvæmdum þá bætast samgöngur fyrir hinn almenna vestmannaeying til muna.

Tobbi Villa (IP-tala skráð) 16.5.2009 kl. 17:41

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Tobbi skiptir þetta okkur nokkru máli að öðru leyti en að við fáum fleira fólk hingað - við förum aldrei neitt - he he

Nei þetta verður góð búbót fyrir okkur öll

Gísli Foster Hjartarson, 16.5.2009 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.