Ja hérna....hva er í gangi !!!!!!

...að vera að fjárfesta í kvóta sem hann á bara alls ekki - þetta er svipað og að ég fá aðgengi að íþróttahúsinu hér í Eyjum allt árið um kring og haldi áfram að nýta mér það á fullu en svo byrjaði ég að fitna og þurfti meira pláss svo Yngvar í Skógum plataði mig til að kaupa sitt pláss við hliðina á mínu á 5000 kall, sem að ég tók að láni - tók veð í Fjólugötu 21 fyrir láninu - ég fékk því aukið pláss og notaði það alltaf. Svona gengur þetta í 10 ár - og þá byrja ég að reyna að selja einhverum öðrum plássið , af því að ég nenni ekki að stunda sund lengur, á þeim forsendum að ég eigi plássið, en ég veit vel að það er eign bæjarfélagsins eins og allt íþróttahúsið!!! Ég hafði afnot af því en ég átti það ekki.

Um þetta snýst þetta allt saman í mínum huga - menn keyptu það sem þeir hafa eingöngu afnota af en eiga í raun ekki samanber.

Úr lögum um fiskveiðistjórn; 

I. kafli. Almenn ákvæði.
1. gr. Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.

1. gr. laga er yfirleitt talin skýra meginmarkmið viðkomandi laga.

Í þessari fyrstu grein eru tvær setningar - af þremur - sem taka fram að nytjastofnar á Íslandsmiðum séu ekki eign útgerðarfyrirtækja

  • Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar.
  • Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.

-------

Er ekki bara málið að útgerðarmenn og kvótakaupendur eru búnir að láta hafa sig að fíflum í gegnum árin, þannig séð,  í  boði Dóra frænda (Halldór Ásgrímsson) og Dabba krull (Davíð Oddsson) og meðreiðarsveina sveina þeirra og bankajöfranna sem settu allt hér á annan endann?  Er það ekki það sem er í raun svo sárt? - það skil ég vel - þessi afnotaréttur hefur verið dýru verði keyptur.

Hvað gera útgerðarmenn ef að ákveðið er að þorskkvótinn næstu 3 ár verði 0 tonn?

Ég hef oft vellt því fyrir mér hvað menn eru í raun að þykjast kaupa - Ef að ég fengi mér bát og keypti með honum 50 tonna kvóta af þorski og síðan yrði gefið út að þorskkvótinn væri 0 tonn þetta árið - þarf ég þá að hlusta á það? Ég er búin að kaupa kvótann hlýt þá að mega veiða hann, ekki satt?  - eða hvað?

 

 


mbl.is „Eigandinn heldur áfram að borga“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sumir telja að ef þeir eignfæri "íþróttahúsið"nógu oft sé það orðið þeirra eign...

zappa (IP-tala skráð) 23.5.2009 kl. 20:47

2 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þetta er alveg hárrétt hjá þér Gísli. En nú fara þeir hamförum yfir því sem þeir segja ósanngirni. Þetta er ekkert öðruvísi en hjá manni sem keypti hlutabréf í Kaupþingi og tók til þess lán en tapaði hlutunum yfir nótt, afskrifaði að fullu en situr eftir með lánið, hann veðjaði á vitlausan hest. Sama er með útgerðarmann sem veðjaði á að kaupa þýfi, veiðiheimildir sem seljandinn átti ekkert í, einungis afnotarétt, í trausti þess að íhaldið yrði við völd til langframa. Hann á þó að fá 20 ár til að afskrifa draslið.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 23.5.2009 kl. 22:40

3 Smámynd: Sævar Finnbogason

Hárrétt hjá þér Gísli

Sævar Finnbogason, 24.5.2009 kl. 00:50

4 Smámynd: Gísli Torfi

sammála  " góð sundlaug líka í eyjum"

Gísli Torfi, 24.5.2009 kl. 06:51

5 identicon

"Sammála", "hárrétt".....O.NEI Þetta er sú vitlausasta hugmynd sem fram hefur komið á Íslandi og á eftir að skapa óhemju erfiðleika á Íslandi og var ekki nóg um þá fyrir. Ég lít svo á að þessi firningarleið sé ekkert annað en ómerkilegt kosningarlýðskrum - enda eru greinilega vissir anzi ánægðir með þetta!! Það er ekki hægt að snúa klukkunni við og fara tilbaka til 1984 eins og ekkert sé. Það er ekki útséð með það hvernig dómstólar líta á þessa kommunístisku þjóðnýtingarleið og vona ég að útgerðarmenn láti reyna á þá leið sem fyrst enda eina leiðin til að skera úr málinu.

EF dómstólar síðan dæma ríkinu í vil, nú þá er ég nokkuð viss um að ríkið sé skaðabótaskylt gagnvart útgerðarmönnum - en þetta kemur allt í ljós. Að líkja kvótakaupum við hlutabréfakaup og eins og þú gerir með íþróttahús eru að mínu mati ekki rök sem halda. Kaupþing er ekki ríkið og ég myndi halda að menn ættu að geta treyst því að kerfi sem ríkið kemur á haldi og sé eitthvað sem menn geti treyst á til frambúðar.

 Kveðja/Þórir

Þórir Harðarson (IP-tala skráð) 24.5.2009 kl. 08:49

6 Smámynd: Villi Asgeirsson

Vel athugað. Væri gaman að sjá MBL skrifa um þessi lög, en það gerist aldrei.

Villi Asgeirsson, 24.5.2009 kl. 10:40

7 Smámynd: Villi Asgeirsson

Þórir, eru lögin sem Gísli vitnar í ekki skýr? Ég er ekki lögfræðingur og kannski eru önnur lög sem segja eitthvað annað, en það sem birtist að ofan virðist setja kv´tann hjá þjóðinni, ekki útgerðum.

Villi Asgeirsson, 24.5.2009 kl. 10:43

8 identicon

Já ég veit Gilli við erum ekki sammála með þetta og fólk getur ekki sett sig í okkar spor. Finnst þetta bara pínu gott á útgerðarmenn held ég. Hlakkar í sumum.

EN, engu að síður þykir mér fúlt að verið sé að kippa fótum undan okkur. Það verður ekki hægt að gera út bátinn í sumar og fram á næsta fiskveiðiár því enginn þorir að leigja okkur kvóta. Ríkisstjórirn er búin að setja allt í uppnám þó að í raun sé ekkert farið að gera nema blaðra um að gera eitthvað !

Svo finnst mér kannski svolítið ódýrt að líkja saman einhverju hobbýi og aðal atvinnuvegi okkar íslendinga og því eina sem komið getur okkur út úr þessari fj. kreppu.

Lög eru lög ég veit það alveg en mér finnst samt súrt að geta ekki rekið mitt fyrirtæki útaf þessu. Þetta er bara eins og Gilli minn ef þú hættir að fá nokkursstaðr keyptan pappír. Það væri settur einhver kvóti á hann og þú bara fengir hvergi nokkursstaðar keypt meira af honum : )

Þórey (IP-tala skráð) 24.5.2009 kl. 11:02

9 Smámynd: Villi Asgeirsson

Þórey, ég viðurkenni að ég veit lítið um útgerð, en verður ekki auðveldara að lifa að henni þegar kvótaokrið er úr sögunni?

Af hverju ætti enginn að þora að leigja kvóta? Þetta er 20 ára ferli og ætti varla að setja allt í hnút strax. Um leið og fyrstu 5% eru farin frá útgerðunum til ríkisins, verður þeim sennilega úthlutað. Geri ég allavega ráð fyrir.

Villi Asgeirsson, 24.5.2009 kl. 11:22

10 identicon

Þetta er staðreynd. Fjölskyldan mín rekur útgerð og það er nánast ómögulegt að fá leigðan kvóta núna. Þetta er ekki eitthvað sem ég kasta fram að ástæðulausu. Þetta er bara það sem er að gerast í dag því miður. Ástæðan er sú að það þorir enginn að leigja frá sér kvóta af hættu við að þegar honum verður endurúthlutað eða hvað það nú verður þá verði hann tekinn af þeim sem eru að leigja svo mikið sem leigunni nemur. T.d. eihver á 100 tonna kvóta. Veiðir af honum 70 tonn en leigir rest. Þá eru kvótaeigendur hræddir um að þegar verði endurúthlutað þá fái viðkomandi aðeins 70 tonn úthlutað því það er það sem hann leigir. Meikar alveg sens en er rosa erfitt fyrir þá sem eru ekki kvótasterkir og þurfa að leigja því enginn þorir að leigja okkur.

Nei það er ekki gott að reka útgerð núna því ég er hrædd um að kvóta minni útgerðir lifi ekki lengi í viðbót ef ekki er hægt að leigja.....

Þórey (IP-tala skráð) 24.5.2009 kl. 13:14

11 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Þórey við erum nú sammála að mörgu leyti í þessu. Sjávarútvegurinn er eitt af því sem getur hjálpað okkur að koma okkur út úr þessari kreppu. Það sem ég er að segja og hef alltaf sagt að ég hef aldrei skilið hvernig hægt var að fara með svona úthlutunarkerfi í þessa vitleysu sem þetta er komið í. Væri ekki nær að ykkar ágæta úterð fengi ákveðinn skammt til að veiða og gæti svo jafnvel sót um meira þegar á líður og vel hefur gengið - geri ráð fyrir að menn vandi vð þetta vinnubrögðinþað er lykilatriði.

Ég veit alveg að þið hafið bætt við ykkur kvóta með því að kaupa, já og leigja, en við komum alltaf að því sem stendur í fyrst grein reglugerðarinnar - og þar vil ég meina að hnífurinn standi í kúnni menn leyfðu mönnum að byrja að misnotakerfið þrátt fyrir það er þar stendur - fyrir því eru þið ekki ábyrg heldur vitleysingarnir sem voru við stjórn á þeim tíma er þetta "bull" hófst sem síðan hefur undið upp á sig en það táknar ekki að það sé rétt.

Þetta með papírinn stenst ekki Þórey. TIl að þurfa pappír þá þarf ég verkefni -ég fæ þau ekki afhennt af ríkinu eða kaupa af annarri prenstmiðju sem þykist eiga þau. prentsmiðjan á engin verkefni - ég get ekki bara lokað og selt öðrum verkefnin því ég á þau ekki. Útgerðarmenn og fiskvinnslur  höfðu afnot af fiskimiðunum, og fengu úthlutuðu magni til að veiða, kvóta, en svo hófu menn að leyfa öðrum veiða sitt magn, en tóku gjald fyrir, - réru jafnvel lítið sem ekkert en svo kom nýtt kvótaár og þá fengu menn sama magn og höguðu sér eins - til hvers var verið að úthluta þeim svona ár eftir ár þegar þeir létu svona afhverju fenguð þið t.d.bara ekki meira sem dregið var af þeim er létu svona? Svo byrjuðu menn að selja þetta, selja það sem þeim var úthlutað sem veiðiheimild, ath heimild ekki eign .....og svona vatt þetta upp á sig

Prentsmiðjan byrjar hvert ár á núll þ.e.a.s. með ekkert verkefni en síðan tekur árið á sig mynd og ef vel árar er nóg að gera, maður getur ekki einu sinni sagt að maður sé skyldur Gunnari Birgissyni!!!

Mig langar ekkert á sjó og ég sé engum ofsjónum yfir útgerðarmönnum eða öðrum er kerfinu tengjast Þórey, en það tákanr ekki að mér finnist vinnubrögðin og meðferðin á fiskveiðilöggjöfinni rétt - og bara 1 gr. sem alltaf hefur verið til staðar segir mér að menn hafa ekki verið í sambandi þegar fjörið hófst.

Mörg fyrirtæki töldu líka í góðærinu að ímynduð viðskiptavild væri milljarða virði og bjuggu til ímyndaðan pening úr því og jafnvel fjárfestu út á hana - ætli það hafi verið rétt ? Almenningur brosti oft þegar hann heyrði talað um þessa viðskiptavild og hvers virði hún var en við vorum jafnvel talin fífl af þeim er settu þetta fram með viðskiptavildina.

En ég er líka á því að menn muni nú stíga varlega til jarðar - nema að þeir séu svona grillaðir. 

Gísli Foster Hjartarson, 24.5.2009 kl. 13:59

12 identicon

Já Gilli við erum allavega sammála um að kerfið er ekki gott en hernig er hægt að gera það betra?? Það er mjög erfitt að fara að hrófla við þessu núna. Held það kosti blóð, svita og tár.

Já Gilli þetta með pappírinn var bara dæmi út í loftið.

Mér finnst þetta kvótadæmi bara allt orðið svo mikið rugl. Mér finnst svo fúlt að þurfa að leggja bátnum með fullt af mönnum sem byggja sitt lífsviðurværi á þessu, þar á meðal minn, og geta ekki róið því það er búið að hræða alla svo að enginn þorir að leigja kvótann sinn út. Ég mundi gjarnan vilja að við gætum keypt meiri kvóta til okkar svo við gætum róið allt árið en lánin eru bara svo skelfileg núna að við getum það ekki.

hahah Gunnar Birgisson : ) Góður....Sjöberg hættir allavega ekki að skipta við Gillann sinn : )

Nei ég veit Gilli að þú ert ekki einn af þeim sem er skítsama um þetta og hlakkar í þér yfir því að útgerðir standa í basli núna. Það væri bara svo fúlt að þetta færi allt til fj. núna þegar búið er að byggja þetta upp í fleir ár. Bara útaf einhverju bulli í mönnum. Svo sé ég ekki hvernig þetta á að ganga í gegn?? Bara sé ekki að það sé hægt því miður.

Já ég vona að þetta verði leyst á skynsamlegan hátt. En málið er bara að þetta er þegar farið að skemma MIKIÐ fyrir okkur.

Þórey (IP-tala skráð) 24.5.2009 kl. 14:18

13 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ég vona að fólk vandi sig við þessa uppstokkun. Ef útgerðin sem leigir kvótann veiðir 70 tonn en lætur 30 tonnin liggja, á þá ekki að úthluta þeim 70 tonn næst? Af hverju eru þeir að græða á fiskinum sem þið veiðið, þegar hann er í raun sameign þjóðarinnar? Hvernig eiga þeir skilið sneið af ykkar vinnu? Þeir haga sér eins og skattstofa númer tvö, ekki satt?

Ég held, og vona, að nýja kerfið fari betur með útgerðarfólk eins og ykkur.

Villi Asgeirsson, 24.5.2009 kl. 20:45

14 identicon

Já ég líka. Auðvitað á að vera kvóti á þessu í hvaða formi sem hann verður svo ekki verði ofveiði. En fúlt að þeir sem vilja gera út og veiða fiskinn en eiga ekki nógan kvóta geti ekki róið.

Þórey (IP-tala skráð) 24.5.2009 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.