3 ótrúlegir

Þarna er nú hver snillingurinn ofan á öðrum aðleggja skóna á hilluna. Leikmenn sem hver og einn hefur markað djúp spor í sögu knattspyrnunnar í sínu landi og sennilega eru þeir allir 3 taldir á meðal þeirra 3 bestu sem þjóð þeirra hefur átt. Ég ætla nú ekki að fara að leggjast í einhverja sagnfræði hérna og grennslast fyrir um skóstærð, hárgreiðslumeistara þeirra eða uppáhaldsfæði heldur bara segja að það verður aldeilis sjónarsviptir af eþssum meisturum en með því að hætta þá opna þeir dyr fyrir nýjum leikmönnum að setja sín spor í sögu knattspyrnunnar í viðkomandi löndum. Við fáum að heyra um hinn nýja Maldini, nýja Figo og hinn nýja Nedved á næstu árum - svo mikið er víst og þá byrja menn að rífast um samanburðinn og hvort hann eigi rétt á sér.
mbl.is Maldini, Figo og Nedved hættir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Tek svo sannarlega undir með þér um þessa snillinga...Hafi þeir bara þökk fyrir alla skemmtunina..

Halldór Jóhannsson, 1.6.2009 kl. 12:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.