Bókfærðar eignir?

Nú stendur í lögunum að aflaheimildirnar séu í raun þjóðareign, geta menn þá fært hann í bókhaldið hjá sér sem eign? - ég bara spyr

Er ekki svolítið spes að Þorvarður skuli segja þetta ? Hann er nú væntanlega einn af þeim sem hefur tekið þátt í því í vinnu sinni sem endurskoðandi að skrá þetta sem eign á sjávarútvegsfyrirtækin - mátti hann það?

Ég er ekkert að segja að þessi leið sé rétt eða ekki en er ekki bara málið að sjávarútvegsfyrirtækin voru komin langt fram úr sínum heimildum með því að skrá þetta sem eign hjá sér þegar lögin kveða klárlega á um annað? En menn gerðu náttúrulega ekkert í þessu því allir voru í einhverjum leikjum, þar sem bankarnir fóru fremstir í flokki

Sum fyrirtæki versla mikið í prentsmiðjunni get ég skráð þau viðskipti sem eign með tímanum? þó svo að ég viti ekkert hvort viðskiptin verði eins mikil að ári og selt svo annarri prentsmiðju prentréttinn kannski, til frambúðar ?  - bara svona pæling


mbl.is „Hendið þessari hugmynd“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Já, veiðiheimildir eru færðar til bókar sem eign. Og það sem meira er; frá 1997 var felld niður heimild til að færa afskriftir af keyptum veiðiheimildum. Það var gert í áföngum á fjórum árum. Boðskapur löggjafans með því er: Þú skalt fara með veiðiheimildirnar sem eign.

Það var líka ákvörðun löggjafans að leyfa framsalið 1991. Ef kerfið er vitlaust og óréttlátt þarf að leita skýringa hjá löggjafanum við Austurvöll. Þetta eru ákvarðanir teknar þrátt fyrir ákvæði 1. gr. laga um stjórn fiskveiða.

Þess vegna verður erfitt að vinda ofan af þessu. Það er enginn vandi að segja "innköllum kvótann, þjóðin á hann" en það var mjög snúið í framkvæmd.

Haraldur Hansson, 4.6.2009 kl. 16:15

2 identicon

af hverju er snúið að innkalla kvótann.gilda aðrar reglur um kvótann heldur en aðrar eignir ríkisins?

zappa (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 16:24

3 identicon

Það hlýtur að vera snúið þar sem þeir sem í þessu kerfi hafa starfað undanfarin ár hafa allflestir keypt kvóta fyrir stórar upphæðir, nú á að taka kvótann til baka en skilja menn eftir með skuldirnar, réttast væri að ríkið tæki þá yfir skuldirnar líka enda komið í ljós að kvótinn hefur að mestu skipt um eigendur frá því kerfinu var komið á. Það er nú bara þannig að þetta er flóknara í framvkæmd en 101 liðið heldur.

Gummi (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 16:29

4 identicon

Það sem er eignfært hjá fyrirtækjum er það sem þau hafa keypt í gegnum árin. Í bókhaldi er aðeins tvennt að gera við það sem menn kaupa, annars vegar að gjaldfæra það eða eignfæra. Ef menn eignfæra þá hefur það yfirleitt verið gjaldfært á ákveðnum árafjölda sem miðast við líftíma eignar. Keyptan kvóta má þó ekki afskrifa.

Hafsteinn Gunnarsson (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 16:29

5 identicon

Thad er augljóst ad um lögbrot er ad raeda.  Kvótakerfid er hrein spilling frá upphafi til enda.  Vid sjáum nú afleidingarnar af thessu kerfi og ekki mun ástandid batna med thessa aumingja á thingi.

Gummi (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 16:37

6 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Hafsteinn afhverju afskrifast kvótinn ekki? Er nokkuð annað að gera en að afskrifa hann um sem nemur 3-5% á ári og málið er dautt?

Gísli Foster Hjartarson, 4.6.2009 kl. 16:48

7 identicon

Gilli minn, mér finnst afstaða þín mjög skrítin og eins og þú haldir að þetta eigi ekki eftir að hafa neinar afleiðingar fyrir okkur hérna í eyjum. Þetta snýst ekki bara um útgerðirnar heldur líka heilu sveitarfélögin eins og t.d. Vestmannaeyjar, Grindavík, austfirðina o.s.frv. Þessi fyrningarleið er algjör ógn við þessi samfélög á meðan ekki er búið að útfæra þetta betur. Hérna Gilli minn er þetta þegar farið að hafa áhrif. Ísfélagið er að reyna að koma sér út úr seinni smíðasamningnum á nýju skipi, Vinnslustöðin er búin að fresta því að rífa norðurendann og byggja nýja aðstöðu og þetta á svo sannarlega eftir að hafa áhrif t.d. á prenntsmiðjuna þegar útgerðafyrirtækin þurfa að fara að draga saman því eins og þú veist þá kemur ekki blað út hér í eyjum án auglýsinga, útgerðafélögin styrkja ÍBV mjög mikið o.s.frv.

Það sem ég er að reyna að segja hérna er að þetta er bara alls ekki auðvelt mál og það þarf að vanda til verka. Síðan er spurningin hvort að þetta sé tíminn til að rugga bátnum enn frekar þar sem staða Íslands er vægast sagt slæm en þá veit ég að einhverjir segja, hvenær er þá tíminn. 

Auðbjörg (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 17:09

8 Smámynd: Haraldur Hansson

Gísli, það er ekki heimilt að afskrifa veiðiheimildir, eins og Hafsteinn segir réttilega. Ástæðan: Alþingi ákvað það með lögum árið 1997 að afnema þá heimild í áföngum á fjórum árum.

Ef kvótakerfið er slæmt ættu menn að spyrja sig: Hvað kemur í staðinn? Samkvæmt fyrningleiðinni verður það nýtt kvótakerfi undir pólitískri stjórn.

Haraldur Hansson, 4.6.2009 kl. 17:53

9 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Haraldur:

Það stendur skýrum stöfum í lögum um fiskveiðar að úthlutun kvóta veiti ekki eignarrétt. Þau hljóta að ganga framar lögum um skattameðferð.

Því miður hefur það ekki komið enn nógu skýrt fram hjá stjórnvöldum hvað tekur við.

Mína tillögu má sjá hér: http://finnur.blog.is/blog/finnur/entry/886270/

Finnur Hrafn Jónsson, 4.6.2009 kl. 18:26

10 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Auðbjörg mín Ég hef aldrei haldið því fram að þetta hafi ekki nein áhrif hér, þekki þetta nú ágætlega og veit alveg hvaða afleiðingar þetta getur haft hér rétt eins og ýmislegt annað. Þetta helst allt í hendur. Hvað gerist í Eyjum ef MK selur Samherja útgerð sína og þeir færa hana norður? Hvaða möguleika eiga menn þá?

Ég varpa nú bara fram svona pælingum Auðbjörg, og ég sé ekki dauðann á endanum á línunni þó að menn ætli að skoða einhverjar breytingaleiðir, það hafa engar ákvarðanir verið teknar.

Mér hefur alltaf fundist margt skrýtið við þetta kerfi, ekki það að ég hafi áhuga á að fara að stunda sjóinn eða neitt álíka - hefur bara alltaf fundist þessi ímyndaða eign skrýtinn út frá því sem í lögum stendur. 

Mér finnst fínt að varpa fram svona pælingum og fá fólk til að spá í hlutina- jafnvel tjá sig - án þess gerist ekki neitt - Hvernig verður t.d.að gera út eftir 10 - 15 ár ætli menn vilja vera á sjó þá? ekki gekk alltaf vel að manna bátana á síðasta ári t.d. - verður ekki kvótinn hægt og rólega verð minni eftir ruglíð sem búið var að vera í gangi?

Öll samfélög haldast í hendur með fullt af hlutum, þannig er það sama hvert þú ferð, sem betur fer. Ég missti helling þegar menn komu Herjólfi héðan og msstu hitaveituna úr bænum, reyndar reyndist það svo happ þegar menn bjuggu til góðæri úr orkufyrirtækjum umstundarsakir, en maður heldur áfram - maður getur ekki bara séð skrattann í hverju horni allar breytingar bjóða upp á möguleika sem og töpuð tækifæri. Fyrirtæki fara og önnur koma.

Ég t.d. sé tækifæri í Evrópusambandinu og mér finnst heimskulegt ef að menn skoða það ekki í þaula.

En fyrir mér er mikilvægast að afnema helvítis verðtrygginguna - byrja á því 

Gísli Foster Hjartarson, 4.6.2009 kl. 18:43

11 identicon

Finnur,

úthlutun kvóta veitir ekki eignarétt - þess vegna geta stjórnvöld minnkað og aukið kvóta hvers árs eftir því sem þeim þykir viðeigandi.  Sá kvóti sem er eignfærður í bókum sjávarútvegsfyrirtækja er varanlegar heimildir (hlutfall heildarúthlutunar) sem fyrirtækin hafa greitt fyrir og var nákvæmlega heimilt að kaupa samkvæmt íslenskum lögum.  Ekki skattalögum heldur lögum um fiskveiðar.  Þær heimildir eru eignir samkvæmt skattalögum og einnig samkvæmt reglum reikningshalds og það er nákvæmlega ekkert að þessum framgangsmáta.  Fullkomlega eðlilegt og heilbrigt, engin mafía eða spilling.  Ef fyrirtæki eiga að sitja uppi með það að missa þessar heimildir á einhverjum tíma þá er það til að rústa þeim forsendum sem upphafleg kaup voru byggð á.  Þess vegna er það ekki eðlilegt að gera það án þess að til komi bætur frá stjórnvöldum.  Ekki ætla stjórnvöld að senda fólk í gjaldþrot bara sísona?  Af því þetta sama fólk stundaði viðskipti með heimildir til að starfa í tiltekinni iðngrein? 

Grétar (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband