6.6.2009 | 13:07
Ísland - áfram Ísland
Finnst frábær tímasetningin á þessum leik - takk fyrir þetta - maður getur átt daginn fyrir sig og sína og tekið síðan góðan kvöldskammt af fótbolta. Nú ríður bara á að strákarnir standi sig og verði landi og þjóð til sóma, eins og þeir gera reyndar oftast nær. Hemmi, Grétar Rafn og Eiður munu fara fyrir liðinu og reyna að sjá til þess að við verðum ekki troðnir ofan í svaðið af tréklossaþjóðinni.
Áfram Ísland
![]() |
Uppselt á landsleik Íslendinga og Hollendinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.