Eva mín....

... held að partur af vandamálinu sé að þeir sem eiga að leggja þetta fé til vilja ekki að upp um sig og sína komist. Þetta er því farið að líta út þannig að það er eins og ansi margir af þeim er hæst létu í þjóðfélagin fyrir ekki svo mörgum misserum síðan eru tengdir þessu á einn eða annan hátt. Hinn almenni borgari vill að menn komist til botns í sem flestum af þessum málum en almenningur hefur ekki vald til að leggja fé frá ríkinu í púkkið.
mbl.is Ein mikilvægasta rannsóknin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Af hverju þarf útlending til að segja ráðamönnum þessarar þjóðar að það sé eitthvað athugavert við það að saksóknari landins starfi áfram sem slíkur þegar hann er mikið tengdur einum mögulega geranda í þessu máli.

En gott og vel ef dómsmálaráðherrann hlustar á þessar kröfur Joly og verður við þeim er kannski möguleiki. Ef það verður ekki gert má almenn uppreins og anarkismi eiga sér stað á landinu mín vegna.

Guðmundur St Ragnarsson, 10.6.2009 kl. 21:54

2 identicon

Valtýr ríkissaksóknari hlýtur að sjá það sjálfur að hann er bullandi vanhæfur í málinu og á ekki að koma nálægt því sóma síns vegna. Hann getur ekki annað en vaxið af því að lýsa sig vanhæfan á sama hátt og hann minnkar af því að þumbast við. Nú verða sett spurningamerki við siðferði hans. Hann ræður því sjálfur hvort þau spurningamerki standa eða falla.

sleggjudómarinn (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 22:01

3 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Valtýr hefur nú aldeilis haft tímann til að segja sig frá starfinu en hefur eitthvað gerst?  Guðmundur já það er ótrúlegt að yfirmenn þjóðarinnar séu það spilltir að það þurfi útlending til að benda þeim á hlutina, sem margir hverjir hafa verið ræddir af hinum almenna borgara án þess að menn leggi við hlustir á æðri stöðum - þetta finnst mér eins og margt annað benda til þess að siðleysið er algjört.

Gísli Foster Hjartarson, 10.6.2009 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband