Þræta menn mikið lengur?

Er ekki þegar svona yfirlýsingar/rannsóknir koma fram rétt að hnippa í meðnn eins og Jónas Fr. Jónsson forstjóra Fjármálaeftirlitsins og spyjra hann hvað hann hafi verið að gera í vinnunni? Það voru sem sagt þeir sem að við réðum til þess að verja þjóðina fyrir svona hlutum - FME þ.e.a.s. - sem brugðust gjörsamlega í vinnunni. Þar fengu vinir Jónasar að vaða áfram hömlulaust, en það var væntanlega í lagi því þeir buðu honum sennilegast í veislurnar sínar og í bústaðinn - Talandi um að vera hæfur til að sinna vinnunni sinni !!!!!!!- Halló einhver

Ég er hræddur um að ef að fleira svona kemur upp þá getum við nú varla lengur neitað að borga það sem var á ábyrgð FME (ríkisins) - sorry - en svo er það spurning hvort að FME getur höfðað eitthvað mál á hendur Landsbanakanum til að vinna ietthvað upp í skaðann ef eitthvað kemur fram um ólöglega starfshætti.


mbl.is Gátu ekki stöðvað Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Mér er sama hvað Þú gerir Gísli minn, en ég ætla ekki að borga þetta. 

Magnús Sigurðsson, 17.6.2009 kl. 09:30

2 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Nei nei menn lemja endalaust hausnum við steininn. Skyldu þeir ekki fara að fá hausverk :))

Þórdís Bára Hannesdóttir, 17.6.2009 kl. 10:01

3 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Hefurðu eitthvað val Magnús? ég hef engan sérstakan áhuga á að borga þetta, frekar en aðrir, en ef sökin liggur klárlega á einhverju sem er á ábyrgð íslenska ríkisins þá er bara ein leið til að losna við ða borga það er að oma sér héðan og skipta um ríkisfang.

Þetta verður kanski til þess að fólk fer að sýna meiri aðgát þegar þetta lið byrjar að brölta um heiminn í nafni íslensku þjoðarinnar eins og enginn sé morgundagurinn og alltaf séu jólin. Hvar eru í dag þeir pólitíkusar og embættismenn sem voru á launum hjá okkur og áttu að sjá til þess að svona hlutir gerðust ekki?

Gísli Foster Hjartarson, 17.6.2009 kl. 12:01

4 identicon

Þetta er spurning um þjóðarstolt líka. Hollendingar þurfa að greiða af eigin skattpeningum fyrir íslenskt klúður. Og við tölum um að borga ekki neitt! Huu eitt orð fyrir þá sem vilja láta aðra borga fyrir Íslenskt klúður "AUMINGJAR"

HA. (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 15:15

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Gísli öll höfum við sem einstaklingar alltaf val.  Það að láta þá stjórnmálamenn sem okkur hugnast ráða okkar vali er ekki gott í þessu máli. 

Það bröltir enginn í umboði íslensku þjóðarinnar um heiminn verði þetta samþykkt.  Þjóðin getur ekki greitt þetta, ekki einu sinni vextina.  Það að fá frest í sjö ár til að horfast í augu við þá staðreynd er að ýta eigin skít yfir á næstu kynslóðir. 

Þessi samningur er runnin undan rifjum stjórnmál- og embættismanna sem komu okkur upphaflega í þessa stöðu.  Gleymdu því ekki hvar í flokki sem þú stendur.

Magnús Sigurðsson, 17.6.2009 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband