Líf og fjör á eyjunni fögru!

....Já það er búið að ganga á ýmsu hér í Eyjum síðustu daga og vikur, og Goslokahátíð framundan sem og Þjóðhátið þannig að það hægist ekki um fyrr en í september - svei mér þá - en þá er reyndar fullt af árgangsmótum - kannski að við náum að slappa af aðeins eftir Þjóðhátíð.

Mig langar að þakka öllu þessa indæla fólki sem heimsótt hefur Eyjarnar fyrir frábæra framkomu og skemmtun - það er alltaf gaman að fá fóða gesti sem koma í heimsókn með bros á vör, gefa af sér góðan þokka og hleypa lífi í samfélagið - vona að við Eyjamenn höfum fært ykkur einhverja gleði til baka!!!

Svo hefur nú veðrið ekki verið til að spilla fyrir

- takk fyrir okkur - endilega látið sjá ykkur sem fyrst aftur


mbl.is Mikil umferð á Eyjaflugvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Jónsson

Ég fullyrði að þessi eyja og heimaeyjar hennar, séu einhver fallegustu staðir á landinu.

Ekki skemmir það glaðlynda fólk sem þarna býr, því miður fylli ég þann stóra hóp sem kom þarna á þjóðhátíð og sá allt í gegnum botn á Vodkaflösku, en mikið djö.... var gaman samt.

Er á stefnuskránni að koma fljótlega til að njóta náttúrufegurðarinnar. Það hefur stundum borið við að sumir af nágrönnum mínum hér á Norðureyjunni ( Íslandi ) séu argir yfir sjálfstæði ykkar, en ég held það sé bara öfund.

Að sjálfsögðu eru til fallegir staðir hérna á Norðureyjunni, það er bara svo fjandi langt á milli þeirra.

Kveðja til AÐALEYJUNNAR ( Heimaey ). Haldið áfram að vera kátir og skemmtilegir þannig verðið þið alltaf sannir Eyjamenn.

Björn Jónsson, 29.6.2009 kl. 15:03

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Björn þú eins og aðrir ert að sjálfsögðu ávallt velkominn til Eyja - þakka hlý orð í okkar garð.

Gísli Foster Hjartarson, 29.6.2009 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband