29.6.2009 | 21:16
Deutschland, Deutschland...
...über allez - ætli það sé ný öflug kynslóð á leiðinni hjá Þjóðverjum? Er hræddur um að miðað við flæðið af útlendingum inn í enska boltann þá gæti farið illa fyrir sumum þeirra leikmanna,þeir hafa oft verið með ágæt landslið upp í U-21 en síðan hafa menn misst taktinn, því miður. EN við höfum séð hjá Spánverjum hvert toppliðið á fætur öðru í unglingaboltanum og núna eru margar þessar hetjur að nálgast það að verða fullmótaðir leikmenn og Spánverjar komnir í fluggír þó svo að þeir hafi orðið eldsneytislausir gegn USA um daginn, en það kemur alltaf fyrir öðru hvoru. Verður gaman að sjá hvernig Sánverjar taka næstu 4-8 ár í heimsboltanum.
Þjóðverjar Evrópumeistarar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll, þú ættir nú að fara varlega í að kyrja "Deutschland, Deutschland über allez"... allavega nálægt Þjóðverja. Bara vinsamlegt tip.
Jóhann (IP-tala skráð) 29.6.2009 kl. 21:29
Þjóðsöngur Þjóðverja... Hvað er vandamálið?
Páll Sigurðsson (IP-tala skráð) 29.6.2009 kl. 21:49
Nei Páll, þetta er ekki þjóðsöngur Þjóðverja. Merkilegt hvað margir halda það. Þjóðsöngurinn byrjar á "Einigkeit und Recht und Freiheit, für das deutsche Vaterland...". Leikurinn var góður by the way. Kv...
Eiki S. (IP-tala skráð) 29.6.2009 kl. 21:52
"Lied der Deutschen" eins og það var skrifað samið af by Hoffmann von Fallersleben. - aðeins 3 erindið er núna þjóðsöngur Þjóðverja
Deutschland, Deutschland über alles,
Über alles in der Welt,
Wenn es stets zu Schutz und Trutze
Brüderlich zusammenhält.
Von der Maas bis an die Memel,
Von der Etsch bis an den Belt,
|: Deutschland, Deutschland über alles,
Über alles in der Welt! :|
Deutsche Frauen, deutsche Treue,
Deutscher Wein und deutscher Sang
Sollen in der Welt behalten
Ihren alten schönen Klang,
Uns zu edler Tat begeistern
Unser ganzes Leben lang.
|: Deutsche Frauen, deutsche Treue,
Deutscher Wein und deutscher Sang! :|
Einigkeit und Recht und Freiheit
Für das deutsche Vaterland!
Danach lasst uns alle streben
Brüderlich mit Herz und Hand!
Einigkeit und Recht und Freiheit
Sind des Glückes Unterpfand;
|: Blüh' im Glanze dieses Glückes,
Blühe, deutsches Vaterland. :|
Gísli Foster Hjartarson, 29.6.2009 kl. 22:00
Veit það Gísli. En það ber að taka það fram skýrt að 1. erindið er ekki þjóðsöngur og var aldrei notað sem slíkt eftir stríð. Aðal ástæða þess var að Maas og Memel-árnar sem koma fyrir í fyrsta erindinu liggja nú langt utan við landamæri Þýskalands en voru áður við austur og vestur-landamæri ósameinaðs Þýskalands hins heilaga rómverska keisaradæmis og síðar Prússlands. Nú og svo náttúrlega vegna misnotkunar 3. ríkisins á 1. erindinu. Annars er þetta sögurunk þreytandi og kemur fótbolta ekkert við. Haltu áfram að kommenta á þýskan bolta. Besta liðið vann...kv :)
Eiki S. (IP-tala skráð) 29.6.2009 kl. 22:12
Þjóðverjar eru Evrópumeistara í fótbolta u17, u19 og u21 árs. Það er heldur betur bjart framundan...
GHA (IP-tala skráð) 29.6.2009 kl. 22:37
Sælir aftur, þarf kannski að útskýra aðeins betur :)
Ég var staddur í Köln 2006 inni á heimili þýsks vinafólks, horfandi á fótboltaleik þar sem Þjóðverjar voru um það bil að vinna.
Þar sem ölið var töluvert ódýrara þar en heima á klakanum hafði ég innbyrt þá þónokkra og fannst ofsalega sniðugt að syngja þýska þjóðsönginn svona í tilefni dagsins.
"Deutschland, Deutschland über alles...."
Þá sló þögn á hópinn og ég var tekinn á eintal þar sem málið var úskýrt fyrir mér.
Jóhann (IP-tala skráð) 29.6.2009 kl. 22:52
Ég er íslendingur búsettur hérna í Gautaborg,og það fer einhverra hluta vegna alveg gasalega í taugarnar á mér hvað svíar héldu mikið með englendigum í þessum leik.Mér gæti ekki dottið í hug að styðja breta í einu né neinu.
Úlfur Karlsson (IP-tala skráð) 30.6.2009 kl. 08:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.