Er Álfheiður húmoristi?

Ja svei mér þá - nokkuð góður punktur hjá henni.

Ég veit ekki alveg hvernig menn ætla að tækla þetta við erum klárlega ábyrg fyrir þessu, enda stuttbuxnagaurarnir að leika sér með þessa reikninga í útlöndum á ábyrgð íslenskla ríkisins (okkar) ekki satt

- Ég held að við verðum bara að kyngja því að við erum upp við vegg í þessum málum. ókei ókei menn vilja fara fyrir dómstóla og reyna þetta þar - hvað ætla menn að gera ef að við töpum málinu þar? borga meira?  Það er náttúrulega glatað að hluta á spillingarsinna eins og Guðlaug Þór vera að heimta einhverja endurtekningu á þessu og nýtt samkomulag - þetta eru gaurar sem voru á kafi í þessu bulli og sáu ekki fyrir horn í hvaða skelfingu þeir voru að koma þjóðinni í. - Svona standa þeir núna og gapa á hverju horni eins og þeir hefðu gert betur - dream on - sorry er bara orðinn þreyttur á þessum dúddum.
mbl.is Þjóðin kaus um Icesave í apríl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Við erum ekki ábyrg fyrir þessu lagalega séð, það er hvergi kveðið á um ríkisábyrgð á Tryggingasjóði innstæðueigenda. Alþingi á síðasta orðið um slíkt. Nú á að fá þingið til að samþykkja ríkisábyrgð á þessu. Ef ríkisábyrgðin var fyrir, hvers vegna þarf þá að samþykkja hana? Jú, vegna þess að hún er ekki til staðar fyrir.

Hjörtur J. Guðmundsson, 30.6.2009 kl. 15:05

2 identicon

Sæll Gísli. Ef svo ólíklega færi, að við myndum fara dómstólaleiðina, væru mjög sterkar líkur á því að við myndum vinna málið, þar sem reglur ESB sögðu ekkert um ríkisábyrgð á tryggingarsjóðunum, það eru engin dómafordæmi fyrir því né venjur.

En... hvort sem við berum ábyrgð "pólitískt séð" ætti ekki að koma í veg fyrir að við sendum út nýja samninganefnd og löndum betri samingi. Samningurinn í núverandi mynd er þrælasamningur, og eitthvað sem við ættum alls ekki að samþykkja.

Gulli (IP-tala skráð) 30.6.2009 kl. 15:09

3 Smámynd: Hilmar Guðmundsson

Ég mundi vilja láta reyna á dómstólaleiðina áður en farið er í aðra samninga, því það var bara ákveðið hjá pólitíkusum að sú leið væri ekki fær og okkur talið trú um að það hafði verið skoðað af einhverri alvöru.

Hilmar Guðmundsson, 30.6.2009 kl. 15:18

4 Smámynd: Sigurjón Sveinsson

Það er merkilegt við þetta allt saman hvað VG liðið, sem öskraði hvað hæst um lýðræðisumbætur þegar það var í stjórnarandstöðu, er núna strax komin í "þið eruð ekki þjóðin" hennar ISG núna.

Svo bregaðst krosstré sem önnur tré.

Sigurjón Sveinsson, 30.6.2009 kl. 15:19

5 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Ef að við erum ekki ábyrg fyrir þessum tryggingarsjóðum dömpum þessu þá bara á þetta hyski - ekki flókið - þurfum ekki einu sinni samninganefnd.

Sigurjón - það er sami rassinn undir öllu þessu liði saman hvðan það kemur - spurningin í mínum huga er aðeins hvort þetta lið mokar alveg eins mikið undir sig og sína.

Gísli Foster Hjartarson, 30.6.2009 kl. 15:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband