Gælu eða ælu dýr

Ég veit ekki á einhverjum tímapunkti var ég alveg heillaður af snákum en er það ekki lengur og veit ég því ekki hvort ég á að vera glaður eða sorgmæddur yfir þessu. Ef fólk vill halda þessi dýr sem gæludýr ok þá er það í lagi mín vegna en það verður þá að vera þannig að ekki sé möguleiki á að þessi dýr sleppi og geri fólki mein - en það er engin trygging fyrir því og þvi væri gott að vera bara laus við þessar dýrategundir.
mbl.is Dýrin mín stór og smá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef að fólk vill eiga snáka sem gæludýr þá auðvitað á það að vera þeirra mál, svo lengi sem þær eru ekki mjög eitraðar eða yfir ákveðinni stærð (flestir gæludýrasnákar eru ekki eitraðir)

En ekki myndi ég halda að það sé snákar séu að drepa fólk sem sleppa úr haldi nema svona 1:1000000000000000000, þetta eru engin skrímsli.

Mér finnst ekki eins og að einhver önnur þjóð en íslendingar lýti á þetta sem vandamál, og þar gæti þetta nú "mögulega,, lifað í náttúrunni.

 Væri ekki betra að lögleiða þetta með eftirliti / prófunum og fleira frekar en að hvaða tegundum sem er sé smyglað hér til lands.

Svipaðar aðferðir hafa sýnt það að mörgum alheimsvandamálum  er betur gætt undir eftirliti, og common, þetta eru bara gæludýr.

 Just a thought.

Gummi (IP-tala skráð) 3.7.2009 kl. 16:24

2 Smámynd: Rebekka

Snákar, kóngulær, eðlur, froskar, skordýr o.s.frv. finnst mér vera hörmuleg gæludýr.

Gælir maður við tarantúlur?  Dilla snákar halanum af ánægju ef maður klappar þeim?  Er hægt að kenna þeim einhverjar brellur  ("sestu snáksi, sestu! Góður strákur... eða stelpa..errr").  Verður gælukakkalakkinn voða sorgmæddur ef maður skilur hann eftir einan yfir daginn?  Ég held einhvern veginn ekki.

Auðvitað eru þetta myndarleg og forvitnileg dýr, en ekki finnst mér hægt að kalla þau "gæludýr",  frekar bara sýningardýr.

Hvað varðar fréttir af "gælu"slöngum sem taka upp á því að kyrkja lítil börn eða hin gæludýrin á heimilinu, við því segi ég bara, hvað er fólk að pæla?!?!  Hver sá sem treystir stórri kyrkislöngu til að vera nálægt ungabarni án eftirlits er ekki með réttu ráði.  Skriðdýr og skordýr hafa líklegast ekki rænu á því að skilja hvort maður sé vinur eða óvinur þeirra.  Annað hvort ertu matur eða óvinur í þeirra augum, fer eftir svengd þeirra og þinni stærð.

Rebekka, 3.7.2009 kl. 16:50

3 identicon

-Gísli

Finnst þú vera í smá rugli hérna.

Lausaganga katta um stræti og borg, eftirlitsleysi og óheft fjölgun þeirra og nauðsinlegar svæfingar á saklausum dýrum vegna þess er vitanlega ekki vandamál - endilega kíktu við í kattholt næst þegar þú átt leið þar um og segðu bless við alla sætu kisurnar sem þurfa að deyja því að kattaeigendur eru svo ábyrgir! Klárt mál að við þurfum að beita öllum okkar kröftum í að hafa uppi á þessum skriðdýraeigendum. Eins gott að þessi hræðilegu dýr sluppu ekki út og nöguðu mann og annan í sundur (mynd af hræðilegu corn snake biti)

http://www.wildaboutbritain.co.uk/gallery/files/2/2/9/Berylsbite.JPG

Má kannski nefna að tugir þúsunda Íslendinga eru með ofnæmi fyrir hundum og köttum, hvað heldur þú að kettir geri sig oft velkomna þar sem þeir eiga ekki heima? Væri ekki kannski bara gott að vera laus við þessa dýrategund?

-Rebekka

Samkvæmt þinni skilgreiningu þá verða gæludýr að uppfylla eftirfarandi skilyrði

* Geta dillt skotti

* Geta framkvæmt brellur

* Vera haldinn vott af aðskilnaðarkvíða

Ég velti því fyrir mér hvað þú fékkst þessa skilgreiningu á orðinu, gætir þú vinsamlegast vísað í heimildir...? Samkvæmt þessu ertu þá með eða á móti að öll nagdýr (hamstrar, naggrísar, kanínur o.fl.) flokkist sem gæludýr eða ekki?

Snák getur þú klappað, setið með í fanginu þegar þú horfir á sjónvarpið eða ert í tölvunni. Sama getur þú gert við t.d. Iguana eðlur og fleiri eðlu tegundir. Hvað með fiskahald, ætti ekki að banna það með hið sama, gera húsleit hjá öllum sem hafa verslað í dýraríkinu og farga dýrunum - það er ekki hægt að klappa þeim, þeir hlíða ekki innkalli og helvítis kvikindinn eru ekki einusinni með skott!

Hvað í ósköpunum ertu að tala um kyrkislöngur sem drepa börn. Í fréttinni er fjallað um Ball Python og/eða Corn Snake sem eru teknir og drepnir, væntanlega því að "þetta eru hörmuleg gæludýr". hér er himinn og haf, epli og appelsínur, fiðrildarhundur og Bull Terrier.

Talandi um að drepa börn, góða lesningu...

http://www.google.com/search?hl=en&q=dog+kills+baby&aq=f&oq=&aqi=g10

"Annað hvort ertu matur eða óvinur í þeirra augum, fer eftir svengd þeirra og þinni stærð" - þetta hefur þú væntanlega eftir virtum skriðdýrafræðing eða öðrum áræðanlegum heimildum, bara trúi því ekki að þú beitir bara barnalegri röksemdafærslu út í bláinn sem á ekki við neina stoð að styðjast í raunveruleikanum.

Kristjan (IP-tala skráð) 4.7.2009 kl. 00:29

4 Smámynd: Sigurjón

Þetta er mjög fordómafull færzla hjá þér Rebekka og fáfræðileg.

Sigurjón, 4.7.2009 kl. 00:32

5 Smámynd: Rebekka

Já blessaðir, 

Ég vil taka það fram að ég þekki fólk sem á bæði snáka og eðlur (þó ekki kóngulær sem betur fer, enda ég kóngulóafælin með afbrigðum), og hef ég oft farið þangað í heimsókn og bæði haldið á og klappað þessum ágætu dýrum.  Ég veit ekki, kannski eru þessi tilteknu dýr alltaf í gríðarlegu óstuði, en það sem mér fannst einkennandi við þau eru að þau sýna manneskjum ekki minnsta vott af áhuga, þrátt fyrir að vera vel alin og mikið sinnt.  Maður gæti alveg eins ekki verið þarna.  Það gerir það að verkum að mér finnst skriðdýr leiðinlegur kostur sem gæludýr ( fiskar voru líka nefndir, ég set þá í sama flokk, þ.e. frekar skraut/sýningardýr en ekki gæludýr).

Þýðir þetta að mér finnst að enginn ætti að hafa snáka eða eðlur eða fiska heima hjá sér?  Nei, þetta þýðir að ég myndi aldrei gera það.  Annað fólk má gera það sem það vill. 

Kyrkislönguna nefndi ég án þess að vilja tengja þær eitthvað sérstaklega við íslensku fréttina, mér kom bara ákveðin frétt í hug sem ég las nýlega.  Kannski bara útúrdúr.  Ég vil einnig koma því á framfæri að ég ber sama hug til hunda, sama hvaða tegund, og myndi aldrei treysta neinum hundi til að vera eftirlitslausan með ungum börnum (ekki það að hundurinn myndi éta þau, en nóg hefur maður séð af fréttum um börn sem verða fyrir því að sæti og blíði heimilishundurinn bíti þau).  Það er gott fyrir bæði börnin og dýrin að hafa þau undir eftirliti.

Ég ítreka, fólk má eiga snáka og kóngulær og hvað annað sem þeim dettur í hug sem gæludýrin sín.  Misjafn er smekkur manna. 

Rebekka, 4.7.2009 kl. 07:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband