15.7.2009 | 12:27
Anda með nefinu Skagamenn!
Menn geta varla aðeins horft til þeirra bræðra sem eru við stjórnvölinn hjá félaginu! Ég veit ekki betur en að félagið sjálft sé í ákveðinni lægð og því eigi menn ekki að vera að spenna bogann of hátt og gera of miklar kröfur, það þarf að byggja upp nýtt lið á Skaganum og það mun taka tíma þetta er ekki einnar nætur verkefni.
Ég veit reyndar ekkert hvort að það er einhver losarabragur á æfingum og vinnu þeirra bræðra, það náttúrulega gengur ekki ef svo er. Þeir verða að ganga fyrir sem fyrirmyndir og halda mannskapnum við efnið rétt eins og nafni formaður verður að halda þeim við efnið - lausnin er ekki alltaf að skipta um þjálfara.
Skagamenn verða á svona stundum að þjappa sér enn frekar saman utan um liðið sitt og vinna sem ein heild að lausn. Menn létu Guðjón fara í fyrra af því þeir töldu hann ekki nógu góðan fyrir félagið, ekki skilaði það neinu........gaman verður að sjá hvaða leið Skagaenn ákveða að fara til að koma liði sínu á flug á ný.....en þolinmæði er dyggð
![]() |
Skagamenn ekki í þjálfaraleit |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Just wanted to say thank you for another energetic and enlightening post on the world of Icelandic sports. Learning so much!
Lissy (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 13:07
Þessir ríku jakkafataklæddu tvíburar voru ágætis fótboltamenn, en þjálfun ættu þeir ekki að koma nálægt. það væri kannski best fyrir skagamenn að falla niður í aðra deild og reyna að byggja allt upp frá grunni, en þetta lítur illa út núna í svipinn og blessaður Gísli Gíslason ætlar ekki að vera fengsæll fyrir ÍA.
Skarfurinn, 15.7.2009 kl. 16:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.