15.7.2009 | 20:14
Leiðir skilja.......aftur
Í sameiginlegri fréttatilkynningu þeirra bæðra og rekstrarfélagsins segir:
Ákvörðun þessi er tekin af báðum aðilum með hagsmuni félagsins að leiðarljósi og þakkar Knattspyrnufélag ÍA þeim bræðrum innilega fyrir þeirra framlag í þágu félagsins. (sem að þessu sinni var? )
Arnar og Bjarki voru ráðnir til félagsins við mjög erfiðar aðstæður um mitt síðasta ár og svöruðu þá kalli félagsins þó öllum mætti ljóst vera að verkefnið yrði gríðarlega erfitt. Eins og alltaf þegar til þeirra hefur verið leitað hafa þeir gert sitt ýtrasta til að verða félaginu að liði og hafa þeir sinnt störfum sínum af stakri samviskusemi nú sem endranær.
Ákvörðun beggja aðila er tekin í ljósi erfiðrar stöðu meistaraflokks í 1. deild karla, þar sem árangur sumarsins er undir þeim kröfum sem gerðar eru til knattspyrnunnar á Akranesi.
...
Það er ljóst að þegar árangur liðsins hefur verið eins og raun ber vitni á undanförnum árum að taka verður allt starf félagsins til skoðunar þar sem og allir þeir aðilar sem að málum koma verða að taka til sín sinn hluta ábyrgðar, þ.m.t. stjórn rekstrarfélagsins."
......
Þeim er þakkað þeirra framlag til félagsins, menn eiga þá væntnalega við þennan tíma sem að að þeir hafa þjálfað - til hvers að þakka þeirra framlag ef að árangurinn er þannig að þeir eru látnir hætta, ja eða báðust undan því að þjálfa áfram. Til hvers er félagið að þakka þeim fyrir það að skila þeim heilli deild neðar en félagið var þegar þeir tóku til starfa?
Vona að þessi breyting reynist félaginu til góða en ljóst er að nokkuð verk er óunnið í bæ sementsverksmiðjunnar. Nú er að gefa sér tíma í að koma jafnvægi á félagið og stefna svo upp á við - svo að þeir gulu og glöðu verði fljótlega aftur í efstu deild
![]() |
Arnar og Bjarki hættir hjá ÍA |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er kannski ekki alltaf lausn að skipta um þjálfara kannski ættu þeir að efnagreina vatnið upp á skaga.
Hörður Halldórsson (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 20:59
he he he - kannski að það sé svarið - hver veit?
Gísli Foster Hjartarson, 15.7.2009 kl. 21:11
Vandinn virðist að hluta liggja í því að Skagamönnum fynnst 1. deildin ekki hæfa sér, er eiginlega fyrir neðan þeirra virðingu að spila við liðin í henni.
Skagson (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 22:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.