17.7.2009 | 09:14
Góðir tekjumöguleikar
Það verður að segjast eins og er að það er eru nokkrir spennandi kostir í stöðunni fyrir KR og Fram takist þeim að komast áfram, og fjárhagslega eru þetta flest allt nokkuð góð dæmi - nú er bara fyrir þessi lið að koma vel stemmd til leiks. En það verð ég að segja að ég vona svo sannarlega að Fram liðið lúti í gras gegn ÍBV á sunnudginn en vinni svo 1-0 á fimmtudaginn á Laugardalsvelli.
KR-ingar gætu dregist gegn Fulham | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er gaman að sjá þig, ÍBV-arann, fjalla um þessa Evrópuleiki okkar KR-inga og síðan Framara og samgleðjast Reykjavíkurliðunum. Ég sá líka færsluna þína í þær. Það er oft svo leiðinlegt að sjá bullið sem hengt er við fréttir en þú ert algjörlega til sóma. Það er líka gaman að sjá ÍBV aftur í úvarlsdeildinni enda á liðið heima þar. Kannski er ég svona gamaldags en ég vil hafa þessa gömlu erkifjendur, ÍBV og ÍA í deildinni. En mikið vona ég að við KR-ingar séum hættir að tapa fyrir Vestmannaeyingum í bili. Þeir leikir hafa oft verið mikil vonbrigði.
Bestu kveðjur
ÁBS
ábs (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 10:33
ÁBS - hafðu heila þökk og eigðu ánægjulega helgi
Gísli Foster Hjartarson, 17.7.2009 kl. 20:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.