Markasúpa norðan heiða!

Þennan leik hefði ég viljað sjá! Greinilegt að bæjarslagurinn hefur verið hin mesta skemmtun, þó ekki væri nema fyrir mörkin 5. Þórsarar stigu þarna stórt skref í styrkingu stöðu sinnar en skutu um leið gat á einn hjólbarðann á bílaleigubíl KA-liðsins og því munu þeir gul-bláu þurfa að spýta en frekar í lófana til að komast í úrvalsdeildarsæti.

Velti því stndum fyrir mér hvort von sé á sameiningu liðanna í karlaboltanum - held að þar myndi skapast eitt mest áhugaverðasta þjálfarastarf landsins - krefjandi verk en fullt af möguleikum og þokkalega uppspretta alltaf af leikmönnum fyrir norðan og klárlega yrði auðveldara að halda þeim heima við ef liðið væri eitt af topp 6 liðum landsins að staðaaldri. - Eru einhverjar pælingar í gangi?

 


mbl.is Ármann með sigurmark Þórs í blálokin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

KA kemst ekki í Úrvalsdeildina því liðið er alltof sjálf um glatt er að sigar sterku liðin en tapa stórt fyrir veikari liðum sem sýnir það að KA er með KR heilkeni, að leikurinn við lélegri lið (er fyrirfram unninn) , þess vegna tapast þeir flestir, slík lið eru ekki í nógu góðu andlegu jafnvægi til að vera í úrvalsdeildinn, KA þarf að bíða 1-2 ár í viðbót ef þeir halda þá þessum ungu mönnum eða halda þeim frá með kaupum á erlendum leikmönnum, 2 flokkur KA var að gera það gott á síðasta ári og maður hélt að uppbyggingin héldi áfram að fá stakan upp í meistaradeild og spila í 1 deildinni, nei frekar voru aðkeyptir erlendir leikmenn og að aðrir fóry yfir til ÞÓRS og eru að gera það bara gott þar.........

Tryggvi Bjarnason (IP-tala skráð) 22.7.2009 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband