30.7.2009 | 22:07
Ansans óheppni
Ég fór inn í Dal með dótið glaður í bragði, já ég meira að segja Eyjamaðurinn sjálfur, klárðai að ganga frá tjaldinu með mínu fólki og þegar því lauk var tekinn rúntur ígegnum bæinn og svo kemur maður heim og krossar fingur fyrir Atla Yo, Bjarna Guðjóns, Gumma Ben og félaga - nei andskotinn eru eru ekki svissarnir búnir að jafna. Nú verður maður að bar að vonast eftir 1-1 á útivelli. Auðvitað er Basel liðið sterkara en það þýðir ekki að menn eigi ekki að geta slegið þá út. EN næst mæta KR-ingar manninum sem var með töfrasprotann í Frostaskjólinu um daginn, ætli hann verði búinn að finna hann fyrir leikinn á sunnudaginn?
Tvö mörk KR dugðu ekki til sigurs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
1-1 dugar ekki í seinni leiknum. Þeir verða að vinna eða skora 3 mörk á útivelli.
Annars flott hjá Kr, ég bjóst ekki við að þeir gætu gert eitthvað gegn sterku liði Basel.
Daníel Þórhallsson (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 23:29
He he djöfull er maður grillaður Daníel auðitað dugar það ekkert, það var inhver meinloka þarna í kollinum á mér fannsteins og KR hefði verið á útivelli, afhverju veit ég ekki.
Ætla ekki að breyta því í blogginu mínu, menn hlægja þá bara að mér, en auðvitað vonumst við eftir 1-0 eða 2-1 sigri í Basel þó vonin sé veik.
Eigðu góða helgi Daníel
Gísli Foster Hjartarson, 30.7.2009 kl. 23:48
Þetta kemur fyrir á bestu bæjum. Grillið steikir hausinn, en þá verður hann hann bara betri á bragðið :S
Það væri stórt stökk fyrir íslenska fótboltann ef þeir ná að slá þá út. Stórt stökk. Ég krosslegg fingur.
Eigðu góða helgi sömuleiðis Gísli
Daníel Þórhallsson (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 00:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.