31.7.2009 | 18:41
Gleði , meiri gleði...og örlítið meiri gleði
Yndislegt veðrið í Dalnum í dag, tær snilld. Mannfjöldinn og öll gömlu Eyjaandlitin - bara gaman. Stangarstökk í Dalnum - vá man síðast eftir Sigurði T. Sigurðssyni (ef ég man nafnið rétt) með stöngina í Dalnum, bara gaman - skemmtileg íþrótt að horfa á í Dalnum. - Páll Óskar skemmti börnunum og áritaði veggspjöld fyrir þa, var flottur að vanda - hann þeytir svo skífum í kvöld.
Tók að mér að merkja hústjöldin okkar hvítu, bara gaman, og gott ef ekki er um met að ræða.
Nú er kjúlli, svo handbolti, Dalurinn með Bubba og Þjóðhátíðarlagið - brennan og svo framvegis - G'oða skemmtun gott fólk sama hvar þið eruð.
Vel undirbúin fyrir hátíðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Væri gaman að kíkja á þjóðhátíð aftur...fór ekki nógu vel síðast í denn....svo langt síðan..allt fauk út og suður eða annað...Góða skemmtun hér þar og allsstaðar..
Halldór Jóhannsson, 31.7.2009 kl. 21:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.