31.7.2009 | 20:42
Það er svo þægilegt....
...að kenna öðrum umigin aumingjaskap - Hvað erum við að kenna Hollendingum og Bretum um ekki komu þir okkur í þssa stöðu - það var okkar fólk sem kom okkur þangað og er fólk hissa þó að við njótum ekki trausts? Hvað eru þessir aðilar sem komu okkur í gröfina að þykjast hafa lausnir okkur til handa nú? Finnst stundum eins og þeir sem gaspra mest séu einungis að því til að sýnast en séu ekki með allt á hrinu - eigið góða helgi
Íslendingar kenni Hollandi og Bretlandi um allt slæmt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er nú það fyndnasta við þetta allt, að þeir sem væla mest hér á landi um að borga ekki osfrv. Eru þeir sem eru með ALLT niður um sig og hafa verið einna mest í "góðæris"fylleríinu. Allt í einu eru þeir hinir sömu búnnir að sjá það að þeir fá ekki meiri penging að láni, skulda allt of mikið og hafa orðið fyrir launaskerðingum og/eða atvinnuleysi.
Þeir hinir sömu ættu fyrst að taka til í sínum bakgarði áður en þeir fara að finna að annara manna bakgörðum.
Jón Ingi (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 21:35
Þið megið báðir skammast ykkar! Haldið þið virkilega að "allir-með-buxurnar-á-hælunum" komi til með að leggja í púkkið?
Vinnandi fólk sem er "salt jarðar" í þessu þjóðfélagi á fullt í fangi með að framfleyta sjálfu sér, hvað þá öryrkjum, gamalmennum og útrásarvíkingum. Ef útrásarvíkingaskuldirnar verða látnar ganga fyrir - hvað verður þá um öryrkjana og gamalmennin?
Kolbrún Hilmars, 31.7.2009 kl. 23:03
Hættu þessum þvættingi Kolbrún. Íslendingar flestir hverjir eyddu eins og fífl þegar það gat fengið lán.(Ekki allir en mjög,mjög margir)
Ég fluttist af landi brott til að taka ekki þátt í þessu og allir sem einn töldu okkur hjónin galinn að vilja ekki taka þátt í þessu. Það var jú svo æðislegt að búa á Íslandi.
Sýndu okkur nýju húsin/íbúði, nýju bílana, fellihýsinn, heimabíóin o.sfrv o.sfrv.
Á ég að vorkenna þessu fólki sem lifði eins og fífl?
Nei, aldrei, ég sagði að þetta væri bara eins og lögmálið að allt sem fer upp kemur niður aftur.
Spurning um að fólk hefði átt að taka hausinn úr rassgatinu og leggja saman 2 plús 2.
Við höfum þetta einfaldlega þannig að ef annað okkar missir vinnuna höfum við samt efni á að borga okkar, ef bæði missa vinnuna þá dugar það líka þó naumt sé.
Spurning um að hugsa, horfa í eigin barm og hætta að kenna öllum um nema sjálfum sér um þær ófarir sem fólk lendir í.
Ísland best í heimi glumdi í fólki og gerir enn. Ég var í heimsókn á Íslandi í sumar og ofbauð kjaftæðið í fólki.
Hitti einn í kringlunni, á kaffihúsi og hann var þar með konunni, 2 börnum og frænku úti að borða og fór svo að væla og barma sér að hann og konan hefðu ekki vinnu. Fyrsta sem ég hugsaði var; drullastu í bónus og kauptu eitthvað ódýrara en eina máltíð á 10,000 kr á veitingastað.
Svo ekki sé minnst á að Kringlan var stappfull að fólki að versla. Það er aldeilis kreppan því sömu sögu var að segja úr Smáralind.
Gulli slegnar matvöruverslanir o.sfrv o.sfrv.
Fékk ógeð á landanum eftir að hafa lesið aumkunaverðar bloggfréttir um allt.(ath, er ekki að vitan í þetta blogg enda eitt af mínum uppáhálds.)
Júlíus (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 23:28
Júlíus, það er ekkert víst að þú lesir þetta svar mitt, en þitt svar var líka þvættingur. Ég bý hér og veit mæta vel hvernig almennt launafólk hefur það.
Miðað við það sem við heyrum úr gósenlöndum ESB þá er greinilegt að íslenskt launafólk lifir hér við sult og seyru í samanburði við kollega sína þar.
Þar að auki er ekki pólitískt "correct" að halda því fram að íslenskir verðtryggingarþrælar hafi það betra fjárhagslega en þið þarna ytra.
Kolbrún Hilmars, 31.7.2009 kl. 23:41
Ég verð að taka hér upp hanskann fyrir Júlíus og svarafyrir hann. Hann átti við að fólk missti sig í bullinu og það fólk vælir einna mest (reyndar var það það sama og égsagði í fyrri færslu) tökum dæmi. Mér var boðið það að "verzla" mér nýjann bíl fyrir 2-3 árum mér var sagt að gamli bíllinn 8-9 ára væri úr sér genginn og ég yrði að fá mér nýjann bíl (bíllinn gengur enn) Mér var boðið það að taka lán í erlendri mynt og kjörin væru svo og svo góð. semsagt að það væri mikið betra en lán en í ísl mynt.
Ég sagði NEI það væri bara bull að fara í svona sérstaklega þarsem íslenska krónan væri alltof sterk miðað við það sem gengur og gerist.
Og ekki þarf ég að væla í dag, því þetta er spurning um að nota kvörnina þarna uppi stöku sinnum.
Jón Ingi (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 05:13
Alvg er ég sammála Júlíusi og Jón Inga - menn klárlega misstu sig í "bullinu" það væri endalaust hægt að segja sögur af því. Bankarnir otuðu að fólki peningum hægri vinstri ogfólk tók þá bara eins og aldrei kæmi að skuldadögum og að ísl. krónan væri "the gjaldmiðill" í heiminum - grátlegt - Menn óðu yfir þjóðina á skítugum skónum ísmeiningu útrásarvíkingar,bankamenn og megnið af pólitíkusum - svo einfallt er það.
Gísli Foster Hjartarson, 1.8.2009 kl. 12:59
Ég hljóp í vörnina fyrir þann hluta almennings sem lét ekki blekkjast. Sjálf tilheyri ég þeim hópi og Jón Ingi greinilega líka. Það er afskaplega óréttmætt að klína öllu bruðli og bulli á almenning í heild.
Við verðum að láta þá sem héldu sönsum í gróðærinu njóta réttmælis, afsaka þá sem létu plata sig upp úr skónum í hugsunarleysi og einbeita ásökunum okkar að þeim sem vísvitandi blekktu og sviku í eiginhagsmunaskyni.
Kolbrún Hilmars, 1.8.2009 kl. 15:47
Kolbrún: Það er enginn að kenna öllu bruðli og bulli á almenning í heild.
Þetta er einungis spurning um að almenningur gangist líka að þeirri ábyrgð sem þeim ber.
Þú getur ekki klínt öllu á auðmenn landsins eða hvað þú vilt kalla þá. Fólk í landinu verður líka að taka ábyrgð. Ef fólk sér það ekki þá er eitthvað verulega mikið að þeim einstaklingum með allri virðingu fyrir þeim.
Ég og konan töpuðum hlutabréfum, sparifénu á bankahruninu og það hvarflar ekki að okkur að kenna öðrum um því ef þú átt hlutabréf þá áttu að gera þér grein fyrir því að þau eru ákveðið gambl. Ef fólk skilur það ekki þá á það ekki að koma nálægt hlutabréfum.
Einn maður sagði að hlutabréf ættu að vera 100% örugg og að hann tapaði sínum sjóði. Í alvörunni? Er til svona vitlaust fólk? Ef hlutabréf væru 100% örugg þá væri ekki til fátækt í heiminum og ekki væru lengur til 3 heims ríki.
Það þarf ekki hagfræðing, viðskiptafræðingu eða manneskju sem vinnur á kassa til að sjá þetta.
Þetta er augljóst og það pirrar mig óendanlega mikið hvað það er mikið af fólki sem skilur ekki svona einfalda hluti.
Júlíus (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 07:23
Eitt í viðbót sem ég vil benda á.
Kolbrún, þú segir að þú búir á þessu landi. Þýðir það í þínum augum að þú vitir meira en ég sem hef aðgang að sömu fréttum, á helling af skyldmennum, vinum og barn á Ísland?
Tapaði hlutabréfum o.sfrv. Heldur þú virkilega að ég viti ekki hvernig Ísland er?
Ég var í heimsókn þar núna fyrir stuttu eins og ég hef skrifað í minni færslu að ofan og sá bara hversu margir eru hræsnarar, afsakið það en mitt mat á hræsnara er t.d. fólk sem vælir um auraleysi en fer á sama tíma út að borða og kaupa allt sem hönd festir á í verslunarkjörnum. Það er hræsni sama hvað hver segir.
Annað. Heyrðu af pari sem gáfust upp en þau voru einmitt þannig að þau gjörsamlega misstu sig í góðærinu og kenna öllum um nema sjálfum sér.
Nú ætla þau bara að lýsa sig gjaldþrota eins og ekkert sé sjálfsagðara. Fólk sem hugsar svona hefur ekki verið gjaldþrota og veit ekki hversu mikið helvíti það er á meðan á þessu 10 ára ferli stendur.(afsakið orbragðið)
Þó landið hafi farið illa þá á alls ekki að minnka gjaldþrota tíman því þá fara menn að misnota hann og þarf ekkert að testa það til að komast að því.
Sjáum bara hvað Íslendingar eru duglegir við að vinna svart, kaupa svarta vinnu, skrá sig sem einstaklinga til að fá meira í barnabætur o.srfv. Heldur fólk þá að þetta yrði ekki misnotað?
Hvað með það fólk sem áður var gjaldþrota? Þarf þá ekki að greiða þeim miskabætur þar sem það er um að ræða gríðarlega mismunun á árafjölda ef gjaldþrotatíminn yrði styttur.
Ég þekki vel til fólks sem hefur verið gjaldþrota og fólk talar um þetta í fáfræði sinni eins og að þetta sé bara eins og að skrúfa frá krana.
Gerum okkur bara gjaldþrota heyrði maður og fólk hugsaði ekki fram fyrir nefið á sér.
Má ekkert eiga í 10 ár og þarf í sífellu að skipta um vinnu ef einhverja er að hafa því kröfuhafar hafa rétt á að ná í sinn pening með að fara í vinnuveitanda viðkomandi og taka af launum hans rétt eins og RSK, Tollstjóri og Innheimtustofnun sveitarfélagana.
Sumir hafa reynt þá leið að taka launin sín fyrirfram en það er ólöglegt og getur fyrirtækið átt yfir höfði sér kæru ef þeir gera sínum launþega þann greiða.
Fólk verður að hugsa, sry en þetta er bara ekki svona einfalt.
Kannski að hinn almenni borgari hefði bara átt að borga sinn skatt, skrá sig í sambúð og ekki kaupa svarta vinnu til að fá meira inn í ríkiskassan.
Ég kaupi allt og endurtek ALLT gegn nótu. Vinn ekki svarta vinnu og reyni ekki að græða á börnum með því að skrá mig úr sambúð o.srfv.
Ég er löghlýðinn borgari sem á ekkert alltof mikið en hef það samt ágætt og líður bara mjög vel með það.
Júlíus (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 11:37
Sæll Júlíus, ég var nú fyrst að sjá svörin þín og vona að þú dettir aftur inn hér til þess að lesa þessa kvittun.
Ég get tekið undir margt af því sem þú segir, þó á ég bágt með að áfellast þá sem ekki vissu betur þegar þeir hoppuðu út í skuldafenið. Flestum var nefnilega sagt að það væri góður kostur. Fólki var líka sagt að það ótækt að "liggja með" peninga á bankabókum og ráðlagt að færa þá yfir í einhverja sérsjóði, nú eða fjárfesta í hlutabréfum; allt er nú tapað að miklu eða öllu leyti. Eldra fólki, sem átti orðið skuldlítið húsnæði var líka ráðlagt að taka nýtt lán út á það til þess að njóta lífsins áður en það yrði of seint. Það þarf auðvitað ekki að taka fram að lánin þau verða mörgum ofviða því ellilaunin duga ekki fyrir afborgunum og húsnæðið sjálft hefur fallið í verði um allt að 40%.
Fyrir þetta afhæfi áfellist ég ráðgjafana og bankasvindlarana, yfirmenn þeirra. Fólk trúði því nefnilega að því væri ráðlagt af heilindum, og fjölmiðlar kyrjuðu í samróma lofkór með þessu liði og forsetinn hengdi á suma orður fyrir "framtakið".
Hitt sem þú nefnir; svört vinna og óskráð foreldrasambúð er miklu eldra fyrirbæri, og er eflaust þjóðfélagsvandamál víðar en hérlendis.
Kolbrún Hilmars, 5.8.2009 kl. 13:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.