Bubbi kveikti í brekkunni...

....held að ég hafi aldrei séð brekkuna taka eins rosalegan kipp og í gærkvöldi þegar að Bubbi Morthns og EGO-ið frumfuttu Þjóðhátíðarlagið það gjörsamlega keyrði brekkuna á flug fólk stóð upp hoppaði og skoppaði - aðdáendur Bubba sem og aðrir, það var magnað að standa fyrir neðan brekkuna og fylgjast með. Svo vel var tekið undir að fólk sem býr við Dverghamarinn sagði mér að það hefði verið insog fólkið hefði verið í næsta húsi - frábær stemmning. Það sem að ég sá af EGOinu á dansleiknum var síðan gott og ekki tók minni stemmari við þegarDJ Páll Óskar keyrði allt um koll - mannmergðin á dansgólfinu var slík að ég sem vanur er a labba í gegnum hópinn svona öðru hvoru varð bara frá að hverfa svo þétt var dansað að það hálfa hefði verð meira en nóg og brekkan var full af fólki sem dillaði sér með, Páll Óskar klikkar ekki. Ingó verður líka að fá gott klapp fyrir að halda upp góðri stemmningu fram að brennu, heyrði óminn af söng fólksins upp í tjaldi. - introið að brennunni fannst mér reyndar í daprara lagi þangað til imagine var spilað. - Brennan bara gufði upp í blíðunni.

Skipuleggjendur verða að fá hrós fyrir breytingarnar á sviðinu, að snúa því, og þetta að hafa skjái beggja vegna við sviðið svínvirkar svo ekki sé meira sagt - en ég heyrði smá kvartanir undan hljóðkerfinu, að það væri ekki að skila sér alveg alls staðar nógu vel - það þarf að laga, en gerist væntanlega ekki í ár.

Í kvöld Foreign Monkeys, Jónsi, Sálin, flugeldasýning - engin ástæða fyrir okkur sem hér erum að kvarta en þeir sem ekki eru hér geta látið tár leka á kodda. .....ogveðrið jebb það er enn í góðu lagi 


mbl.is Blíða í Eyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tár á kodda...hmmm?! Kannski, hver veit..;)

Kveðja...

Gúa (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 14:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband