1.8.2009 | 17:38
Þakkir til þeirra...
...er lagt hafa leið sína til Eyja á Þjóðhátíð. Hér er margt um manninn en það verð ég að segja að allt þetta fólk sem hingað hefur komið er til mikillar fyrirmyndar. Auðvitað eru einstaka kjánar innan um sem ekki kunna fótum sínum fjörráð - en það er alls staðar og um allar helgar hvar sem er. Búin að taka Dalinn í dag og bæinn og get ekki séð annað en að allt sé í góðum gír og allir að gera sitt besta til að njóta helgarinnar - og í þessum töluðu orðum eru krakkar í fjórum tjöldum hér í garðinum við hliðina á mínum að syngja Eyjalög á fullu í sólinni og blíðunni, strákarnir berir að ofan en í appelsínugulum pollagöllum stelpurnar létt klæddar að ná sér í smá brúnku líka - flottir krakkar.
Var líka mjög ánægður þegar ég fór út úr Dalnum með stelpuna í pössun í nótt að lögreglan stoppaði mig og lét mig blása í viðkomandi tæki, þær stoppuðu nánast annan hvern bíl - frábært og gott að sjá að eftirlitið er öflugt, bæði lögregla og gæsla mjög sýnileg á svæðinu. .....en það kemur náttúrulega aldrei í veg fyrir allt því miður en flestir sem verða fyrir tjóni geta snnilega bent á Bakkus sem fylgisvein er slysið varð, Bakkus á marga vini inni i Dal núna, en ekki það að það sé öruvísi en annarsstaðar, bara svo andsk.... margir í Dalnum þessa stundina.
Stórtíðindalaust hjá lögreglu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Dásamlegt í dalnum þessa stundina aLLIR MEÐ BROS ÚT AÐ EYRYM ,MEIRA SEGJA LÖGREGLAN:):):
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 17:41
Sæll Gísli. Tek undir með þér. Þetta er búið að vera frábært og öllum er að stóðu til mikils sóma. Kært kvaddur
Ólafur Ragnarsson, 1.8.2009 kl. 19:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.