Síðasti brekkusöngur Árna!

Sunnudagur á Þjóðhátíð, ég á leið í vinnu, og sólin komin hátt á loft og þurrkar upp eftir rigninguna í nótt og nær vonandi að gera það vel. Lokaátökin framundan hjá ekki bara hjá eim hörðustu heldur hjá öllum.

Sálin hans Jóns míns olli mér vonbrigðum í gær - ekkert flug á henni sem er annað en hæg er að segja um flugeldasýninguna sem var hreint mögnuð. - mér bárust fleiri kvartanir, miklu fleiri, vegna hljóðs á brekkusviðinu, sem er klárlega eitthvað sem að þarf að leggjast yfir - ekki það að ég sé einhver kvörtunardeild en þetta var nokkuð rætt. 

En nú er komin sunnudagur lokaútkall í allri dagskrá, seinni hluti söngkvakeppni barna, Bubbi í kvöld og fleiri og svo brekkusöngurinn sem að ég held að menn ættu að hafa sem síðasta brekkusöng Árna Johnse, hann hefur verið slakur síðustu ár og kominn tími á að skipta út, fá ferska fætur í verkið. Ekkki amalegt fyrir hann að hafa kvöldið í kvöld sitt síðasta því þetta verður stærsti brekkusöngskór sem sögur fara af á Þjóðhátíð. Eins gott að lagavalið verði þannig að fólki syngi með, ekki eitthvert klúður, en Árni er held ég ekki með nógu vel uppfærða söngbók fyrir fjöldann, allavega miðað vði síðustu ár. og því kemst þetta kannski ekki á það flug sem að það gæti farið. Hann hefur gert margt frábært í gegnum árin með brekkusönginn og á allan heiður skilin fyrir það og rúmlega það en það er með hann eins og okkur - okkar vitjunartími kemur

Góða skemmtun gott fólk - Þið sem eruð á Eyjunni fögru við sjáumst í Dalnum


mbl.is Kókaín og amfetamín í Eyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það verður að vera alla vega einn trúður í öllum bæjarfélögum, utan lands sem innan.

Elvar (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 16:50

2 identicon

Ég er Johnsen og ég skal taka við af Árna !

Nafnlaus (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 17:45

3 Smámynd: Sverrir Einarsson

Ef þú reynist sannspár þá gæti ég hugsanlega farið að huga að ferð á þjóðhátíð Gísli........mín tillaga í sambandi við þennann brekkusöngstjóra er að hafa einn á hverju ári, nýjann á því næsta og svo koll af kolli.....eða hafa forkeppni um hver fær að stjórna svona svipað og með þjóðhátíðarlagið, gert opinbert um leið og þóðhátíðarlagið en ekki ráða einhvern sem situr svo til eilífðar nóns.

ég vil meiri fréttir af þér og þínum af þjóðhátiðinni sem nú var að klárast..........en ekki hviss bang eintómar fótboltapælingar..........verður ÍBV með lið í handboltanum í vetur?

Sverrir Einarsson, 3.8.2009 kl. 15:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband