8.8.2009 | 09:45
Að hafa skoðun á málunum
Ég kann að meta fólk sem hefur skoðun á hlutunum og leyfir sér að hugsa um þá og taka sjálfstæðar ákvarðanir. Ég skil alveg þessa hugsun sem að Saving Iceland er með í gangi en bæði þeim sem og lögreglu ber að fylgja lögum og fara eftir þeim. Lögreglan í Íslandi hefur nú hingað til þótt frekar róleg í framgöngu sinni en auðvitað sýður upp úr hjá þeim og stundum er það nú bara þannig að framganga fólks krefst þess að það sé beitt ákveðinni hörku - oft er nóg að taka vel á einum til þess að aðrir láti sér segjast - kannski var þeirri tækni beitt þarna, hver veit - ekki ég.
En það er orðið svolítið þreytandi með þennan Saving Iceland hóp - hópurinn heitir ekki einu sinni íslensku nafni!!!! - eru útrásarpælingar? - að oftar en ekki virðist upp úr sjóða þegar hópurinn er að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og því gerist það hægt og róega að fólk missir trú á hópnum og lítur svo á að hópurinn sé ekki að vinna málstaðnum neitt til bóta - því miður.
Saving Iceland: Rógburður lögreglu og lygar fjölmiðla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
bara svona skoða þetta fína myndband
steinn (IP-tala skráð) 8.8.2009 kl. 09:50
Pro myndband - og fleiri en ein vél í gangi, og heldur engin miskun, menn trufla ekki lögregluna að störfum, og eiga ekki að gera. EN þetta var bara "skyrblanda" eða hvað - auðvelt að þrífa! en hver vissi það í upphafi? - einhver sem smakkaði?
Gísli Foster Hjartarson, 8.8.2009 kl. 10:38
ok björn svo þá er í lagi að lemja hausnum á þeim í götuna marg oft... já helvítis útlendingar!! Ertu snar klikkaður eða?
Reyndar eru fleirri íslendingar í SI hópnum í ár en útlendingar bara svona til að láta þig vita.
steinn (IP-tala skráð) 8.8.2009 kl. 11:02
Er engin að pæla af hverju það er ekkert hljóð með myndinni??? Ætli þetta smekklega óg góða fólk sé kannski að öskra eitthvað sem þau vilja ekki að heyrist í þessari mynd sinni um logreglu ofbeldi? Það er ekkert mál að fá lögregluna til að líta illa út með því að slást gegn handtöku sinni, kemur helvíti vel út í mynd.... sérstaklega ef það er kona sem er "fórnarlambið".
Þórður Helgi Þórðarson, 8.8.2009 kl. 11:16
Kona eða karl á það að skipta máli? - alveg sama hvort kynið það er - það gilda sömu lög fyrir bæði kynin þegar kemur að því að vinna spjöll á eigum annarra. - sama með útlendinga eða Íslendinga.
Til hvers að sýna mótþróa við handtöku þegar maður veit að maður hefur gert eitthvað sem ekki er löglegt? ...nema þá til þess að fá kick út úr því að vera tekin fastari tökum?
Gísli Foster Hjartarson, 8.8.2009 kl. 11:32
Þegar einhver streitist á móti handtöku þá er ósköp eðlilegt að taka þarf hann fastari tökum. Það kemur líka miklu betur út í áróðursmyndböndum að láta taka fast á sér því að ekki fá þau samúð með því að fara þegjandi og hljóðalaust með löggunni.
Aðalsteinn Baldursson, 8.8.2009 kl. 12:00
Hvessvegna meiga þeir ekki mótmæla eins og aðrir. Sagði ekki fyrrverandi Forsetisráðherra að það sé réttur hverrs manns að mótmæka. Þegar hópur fólk tók að taka sig saman og standa fyrirutan alþingi. Þegar almenningur fór að ofbjóða skrípaleikinn á alþingi. Einnig veit ég ekki betur en að lögreglan ruddist inn í hús í gamla bænum og tók að flegja þar út fólki. Tók síða að saka allt í sundur. Sá sem skipaði þetta átti ekki einusinni húsið. Borgin var ekki einusinni búin að gefa honum leyfi til þess að gera neitt við þetta hús. Ég held að fólk verið nú að horfa á heildarmyndina.
Anna , 8.8.2009 kl. 16:10
Það hefur engin sagt að þau megi ekki mótmæla, þetta er spurning um þá aðferð sem að þú notar við mótmælin og þá framkomu sem fólk sýnir. Fólk má mótmæla því sem að það vill.
Gísli Foster Hjartarson, 9.8.2009 kl. 01:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.