Davíð þetta og Davíð hitt

Rosalega er ég orðinn þrettur að umfjöllun um blessaðann manninn afrek hans, góð og slæm, verða skráð i söguna. Hann er hættur, í bili allavega,  og því til lítils að vera endalaust að velta sér upp úr því og fella einhvern stóradóm - þetta með Davíð er eins og að menn halda með Fram eða einhverju öðru liði og því verða alltaf skoðanaskipti. Nú þurfa bæði menn og konur að líta upp úr hjólförunum og horfa fram á veginn og reyna að komast til botns í því hvernig takast skuli á við málin. Því lengra sem líður frá þá mun afrek Davíðs koma betur í ljós, góð eða slæm, hann er klárlega ekki eilög kýr frekar en við hin og líka mennskur og því ekki hægt að ætla að hann hafi aðeins gert rétta hluti svo einfallt er það.
mbl.is Segir Davíð hafa skort sérfræðiþekkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er mjög eðlilegt að menn séu orðnir þreyttir á DO, en ef Íslendingar ætla að læra eitthvað af mistökum síðustu ára er nauðsynlegt að benda á orsakir hrunsins. Þessi fræðimaður bendir á eina orsökina, sem tengist of miklum völdum einstakra manna, sem hafa annars vegar of litla þekkingu á því sem þeir eru að gera og hins vegar hygla sínu fólki á kostnað þeirra sem þeim er illa við (þ.e. spilling). Mistök síðustu ára kristallast í einum manni, sem stjórnaði valdamesta flokki landsins með harðri hendi og virðist geta stjórnað því sem hann vill enn þann dag í dag. Ef við bara segjum, æ ég nenni ekki að tala um hann Davíð, þá megum við búast við að vera kominn með hann í stólinn aftur áður en við vitum af -- ef ekki hann sjálfan, þá bara klónaða útgáfu af honum.

Gísli (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 17:27

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Er alveg sammála skilgreiningu þinni á vandanum nafni. Of mikil völd og menn hlunkast þetta áfram án þess að fá gagnrýni ekkert nema já menn og konur allt í kring - og ef einhver ropar þá er hann talaður ofan í svaðið - svona er þetta víða en á landinu því miður allir skulu hlýða einhverjum drottnara sem látið er með eins og hann sé óskeikull.

Gísli Foster Hjartarson, 9.8.2009 kl. 18:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.