Stal þessu smáræði af síðu jónasar Kristjánssonar, www.jonas.is - skrambi góður karlinn Stjórnarstefna eymdarinnar Stefna ríkisstjórnarinnar er skýr, þótt Ögmundur Jónasson maldi í móinn. Hann ræður bara ekki. Samkvæmt stefnunni skal almenningur borga í topp skaðann af því, sem hann framdi ekki. Samkvæmt stefnunni skal enginn hinna viðriðnu gjalda neitt. Ekki hinir hamslausu og græðgisvæddu bankamenn og kúluprinsar, ekki Finnur Sveinbjörnsson og Karl Wernersson, ekki Ólafur Ólafsson og Björgólfur Thor Björgólfsson. Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson ganga lausir, þótt erlendir fjölmiðlar kalli Kaupþingsmálið mesta bankarán sögunnar. Þetta er allt í samræmi við stjórnarstefnu eymdarinnar.
Kjósendur Flokksins bera ábyrgð Við berum ábyrgð á hruninu. Við Íslendingar. Áratugum saman höfum við stutt Sjálfstæðisflokkinn til að vera kjölfesta stjórnmálanna. Þriðjungur kjósenda hefur stutt flokkinn, stundum meira, stundum minna. Kusum flokkinn til að búa hér til sæluríki frjálshyggjunnar. Leyfðum honum að einkavinavæða bankana og koma upp regluverki, sem fól ekki í sér neitt eftirlit. Á öllum póstum voru Vökumenn úr Háskólanum við völd. Þetta létum við yfir okkur ganga. Því lentum við í IceSave. Flokkurinn þykist hvergi hafa komið nærri, er í afneitun. Kjósendur Flokksins bera ábyrgðina, við þurfum öll að borga. |
|
|
Flokkur: Bloggar | Facebook
«
Síðasta færsla
|
Næsta færsla
»
Athugasemdir
Já, hann er dúndur. "Right to the point."
Margrét Sigurðardóttir, 12.8.2009 kl. 09:20
Jónas kemur við kaunin og það vel:)
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 09:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.