Skítaplott

Er sennilega það sem að má nota um þetta. Hvers lags vitleysa var þetta eiginlega. Maður fær ekkert lán eða fyrigreiðslu nema leggja þetta eða hitt að veði og helst rúmlega það en þarna virðist hafa grasserað eitthvert, að ég held að maður verði að segja, kunningja samfélag þar sem vinir, vandamenn og starfsmenn (samt ekki allir starfsmenn) fengu þá fyrirgreiðslu sem að þeir vildu fá á meðan þeir sem voru fyrir utan þann hring þurftu að leggja líf og limi að veði. ....þessar lánveitingar til kaupa á hlutabréfum með veði í bréfunum sjálfum hlýtur að varða við lög - þarna er verið að búa til "innistæðulaust" gengi á bréfum í viðkomandi banka.

Þetta hefur verið orðið svo mikið rugl að maður er bara hissa á að lið sem þykist hafa borið ábyrgð og verið hámenntað til þessara verka skuli hafa látið svona djö... vitleysu viðgangast. Hér hafa ótrúlegir hlutir verið í gangi - bara svik og prettir ....en margt er á sig lagt til að eignast "ímyndaða" peninga.

Gaman verður að sjá hvernig þetta endar.


mbl.is Skulduðu yfir þúsund milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband