Óþarfi að vera með gjafir í úrslitakeppninni

Svona fór um sjóferð þá, þrátt fyrir góða byrjun fannst mér liðið okkar eiginlega aldrei komast a´flug ef svo má að orði komast. Fyrsta vítið fannst mér ódýrt, vægast sagt. Seinni víti þeir frönsku fannstmér hárréttur dómur klárlega um bakhrindingu að ræða og þriðja markið við skulum ekkert ræða það og svo var náttúrulega svekkelsi þegar að Margrét Lára sem varla fékk boltann í leiknum brenndi af vítinu. En svon a´´aföll eiga bara að styrkja okkur við stelum sigri gegn norðmönnum á fimmtudag. Dómarinn hlýtur svo einhvern tíma að hafa átt betri dag - svei mér þá.
mbl.is EM: Ísland tapaði fyrsta leiknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Já þær komust varla á flug blessaðar..Seinna vítið ææ óþarfi fannst manni af Ólínu að stugga við Frakkanum sem var á leið út að hliðarlínu..Mér fannst Margrét Lára blessunin vera pirruð og í óstuði mikið af leiknum...ásamt fleirum..því miður..Kanski vítið fór forgörðum þess vegna..Vona að ég fái ekki skömm í hattinn v/Margréti..Nú verður bara að taka þær Norsku og Þjóðverja..ekkert annað í boði..Dómarinn já ekki orð um hann..Bestu kveðjur..

Halldór Jóhannsson, 24.8.2009 kl. 19:47

2 identicon

Vinnum bara Nojarana ekkert flóknara.Flestar okkar stúlkna áttu dapran dag,en nú er ég Pollýanna og segi.Þetta er búið,stressið farið og næsti leikur ný áskorun og skemmtun.Áfram Ísland.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 20:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.