Klara hvað með auglýsingar KSÍ?

Ég var eins og margir aðrir svekktur yfir því sem að kom út úr þessum leik og er búin að ræða það áður hér á blogginu en að ætla að vera sífellt að kenna dómaranum um er pínlegt, ekki missti hún boltann inn né hrinti á bakið á leikmanni sem var á leið út úr teignum og nú þegar Klara Bjartmarz er komin út úr skápnum og farin að kvarta líka þá líst mér ekki á þetta, einbeitum okkur að því sem okkur er ætlað og það er að spila fótbolta. Ætli það yrði ekki eitthvað sagt ef að það væru fleiri fleiri dómarar frá einu landi að dæma í svona keppni? Aðeins einn frá hverju landi er reglan eftir því sem að ég best veit, nákvæmlega eins og í karlaboltanum.

Gleymum ekki herferðinni sem að KSÍ er búið að vera með í allt sumar í sjónvarpinu - þar sem þeir fara mikinn í að verja dómarana og minni á mikilvægi þeirra - engin leikur fer fram án dómara? (sem er reyndar ekki alveg rétt því á skóla og sparkvöllum fer fram mikið tuðruspark án þess að nokkur sérstakur dómari sé skipaður) KSÍ hefur í þessum auglýsingum verið að minna á mikilvægi dómara og því er það orðið helv... hart þegar starfsfólk KSÍ er farið að tala gegn auglýsingu sambandsins - og hana nú


mbl.is EM: Þær bestu eru ekki hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hún er ekki að tala gegn auglýsingu sambandins, hún er einungis að benda á að bestu dómararnir eru ekki allir mættir, sumir látnir sitja heima. Þetta er almennt komment um gæði umgjarðarinnar á EM. Hún er einmitt að minna á mikilvægi dómaranna, í samræmi við auglýsingu sambandsins - og hana nú.

Geir Hólmarsson (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 16:08

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Bíddu hún saknar tveggja dómara - annar óhæfur þar sem að það er þegar kominn dómari frá Þýskalandi, hræddur um að eitthvað heyrðist ef þarna væru 2 dómarar frá Þýskalandi - hitt dómari sem að henni finnst góður - alls ekki víst að öðrum þyki það sama. Hef enga ástæðu til að rengja val dómara á þetta mót frekar en önnur en dómurum eru mislagaðar hendur eins og okkur hinum og þessi rússneski dómari gerði ekki eins mörg mistök og margir af okkar leikmönnum t.d. 

Klara er klárlega að setja út á dómarastéttina, og sérstaklega þann dómara sem okkur var úthlutað í fyrsta leik, og það er hluti af því sem að auglýsingin gengur út á, þ.e.a.s. að fara ekki offari í gagnrýni á störf þess mæta fólks er gefur sig í þetta starf.

Gísli Foster Hjartarson, 26.8.2009 kl. 16:28

3 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Það gera allir dómarar einhver mistök, en mistök sem kosta mark eru sem betur fer fátíð.  Það gerðist hinsvegar líka í leik Danmörku og Úkraínu að dómarinn beitti ekki hagnaðarreglunni.  Þetta er bara reynsluleysi, of fljót að flauta.  Danir voru komnir í dauðafæri og þetta hefði getað kostað þá sæti í undanúrslitum.

2 vafasöm víti í einum leik er líka fullmikið af því góða. 

Guðmundur Pétursson, 26.8.2009 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.