12.9.2009 | 09:17
Fram eða KR?
Það verður forvitnilegt að sjá hvernig viðureign þessara gömlu risa fer í dag. Bæði lið hafa verið á góðri siglingu upp á síðkastið og því til alls líkleg. Mér er svo sem slétt sama hvernig leikurinn fer en ætla að halda með frænda mínum honum Atla Yo þó svo að ég haldi ekkert frekar með liðinu hans, en lít þó svo á að KRingar séu aðeins líklegri til sgiurs en Safamýrarpiltar spái 3-1 fyrir KR - Þorir þú að spá
Verðum að byrja þar sem frá var horfið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
4-2 fyrir Fram kr kemst í 2-0 en Framara skora fjögur síðasta korterið og senda vesturbæjarviðbjóðinn hans Björgúlfs úr keppninni.
Þorvaldur Guðmundsson, 12.9.2009 kl. 09:55
Verulega smekkleg spá hjá síðasta ræðumanni. Hálf hæpið að drulla yfir þessu ungu menn sem skipa knattspyrnulið KR einungis vegna þess að Björgólfur er þekktur stuðningsmaður þess.
Ég spái 2-1 fyrir KR.
Þráinn (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 10:26
Sammála þránni um ósmekkleg ummæli um KR-liðið.
Hins vegar ætla ég að spá að hungrið sé meira í Frömmurum og þeir vinni leikinn 2-1 og KR kemst í 1-0. Annars verður þetta örugglega bráðskemmtilegur leikur.
Sigrún Ríkharðs (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 12:36
Sammála Þránni og Sigrúnu um ósmekkleg ummæli Þorvaldar...hafðu þetta bara hjá þér og í þínum kolli..Ja erfitt verður að spá...vítaspyrnukeppni og 6-7 fyrir annað liðið...Fram...En bráðskemmtilegur leikur vonandi...
Halldór Jóhannsson, 12.9.2009 kl. 15:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.