12.9.2009 | 16:33
Hvað er í gangi?
Er Goggi virkilega en svona pirraður yfir umfjölluninni í Kastljósinu, ætli það sem þar var dregið fram hefði ekki leitt til afsagnar í flestum hinna vestrænnu ríkja? Ef að hann er að nota eitthvert svekkelsi útaf umfjöllun Kastljóssins um það mál til að sýna svona framkomu þá finnst mér hann í leðinni vera að sína vanhæfni sína til að sina starfi þar sem hæfni í mannlegum samskiptum er krafist. Víst hefur karlinn oft verið umdeildur, man nú eftir fjörinu sem upphófst á sínum tíma þegar hann kom til starfa hér í Eyjum - hann sýndi vald sitt en féll þó fljótlega inn í umhverfið að flestu leyti en menn vissu hvar þeir höfðu hann og vita en. EN mannleg samskipti virðast ekki vera hans sterka hlið og því miður virðist vera meira um að sína vald en skynsemi hjá honum.
Flýgur ekki glaður með Kastljósfólk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.