Upprúllun!!!

Ef að allt er eðlilegt á Liverpool náttúrulega að rúlla Leeds liðinu upp en ef að menn fara að leika þann leik að hvíla einhvern hluta af aðalliðinu kannski eina 6 eða fleiri leikmenn þá gætu Leedsarar orðið skeinuhættir og aldrei að vita vað gerist. Þó svo að Leeds hafi byrjað mótið mjög vel og eigi að vinna deild sína ef allt er eðlilegt þá á liðið ekki að vera nein hindrun fyrir Rauða herinn og því reikna ég með upprúllun.
mbl.is Benítez reiknar með erfiðum leik á Elland Road
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta verður sko ekkert rúll! Leeds vinnur þetta 2-1. J. Beckford og Bradley Johnson með mörkin!

Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 19:06

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Síðast þegar ég sá Liverpool í bikarleik gegn liði tveimur deildum neðar, var þegar þeir mættu "Íslendingaliðinu" Stoke City. Þá var Guðjón Þórðarson stjóri hjá Stoke og Liverpool vann 8:1 (ef ég man rétt). Sá leikur var í beinni á Sýn.

Á morgun er það Leeds United, mitt lið! Auðvitað er Liverpool miklu sigurstranglegra og ég reikna ekki með sigri minna manna. En það getur allt gerst í fótbolta og verður gaman að sjá Leeds loksins spila við alvöru lið, þó Benitez hvíli nokkra stórlaxa.

Ég afrekaði að fara á Elland Road að sjá leik í þessari C-deild. Það var flottur 4:0 sigur á nágrönnunum í Huddersfield og 33 þúsund manns á vellinum. Frábær stemmning eins og alltaf á Elland Road. Það er bara svo mikill munur á boltanum í þessum tveimur deildum að það er varla hægt að tala um sömu íþróttagrein. Maður bíður eftir að sjá Leeds aftur á sínum stað; í toppslagnum í úrvalsdeildinni. Okkar tími mun koma!

Haraldur Hansson, 21.9.2009 kl. 19:44

3 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Haraldur megi ykkar tími koma sem fyrst - Öflugir stuðningsmenn sem því miður urðu fyrr barðinu á misvitrum sjórnendum og David O'Leary!!! Ótrúlegt í raun hvað maður veit af mörgum Leedsmönnum hér og þar um landið og miðin

Gísli Foster Hjartarson, 21.9.2009 kl. 21:07

4 identicon

Því miður get ég ekki séð Liverpool neinu liði upp,því miður held ég að Rafa hafi gert mikil mistök í sinni verslun fyrir Liverpool,hafði kannske ekki mikla peninga en þá eru ekki keyptir meiddir menn,engin veit hvernig þeir koma út úr meiðslum.

Ólöf Björnsdóttir (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 22:27

5 identicon

Rafa býst við að það verði uppselt á leikinn, segir í þessari frétt.

 Smkv. heimasíðu Leeds þá er bara löngu uppselt á þennan leik sá ég í fyrradag. Karlinn ekki að fylgjast með. :o)

En ég sem Liverpool maður vil sjá einhverja unga fá séns, samt ekki of marga því það ég á ekki von á mörgum titlum á Anfield í ár og síst BPL titlinum enda hef ég sáralittla trú á Rafa í deildinni. 

Það þarf því að berjast um allar dollur eftir fremsta megni og yrði þessi einhver sárabót ef hún mundi vinnast. 

Júlíus (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 12:58

6 identicon

Það er ekkert ótrúlegt við það, hvað það eru margir Leedsarar hér á landi. Það er nú styttra síðan Leeds varð meistari. Ekki fannst mér þeir sem fengu tækifæri hjá Benítes í kvöld, sýna mikið. ÁFRAM LEEDS!

Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.