Framtíðin er björt!!!

Til hamingju með árangurinn piltar frábært að stimpla sig svona inn í þessari mögnuðu íþrótt. Það eru engin vettlingatök í þessari íþrótt eins og sjá má á þessari syrpu hér að neðan.

Bæti við hérna fyrir landsliðið annarri syrpu - svona "highlights"-syrpa því auðvitað er ekki leikurinn bara hasar. Þetta er bráðskemmtileg íþrótt fyrir þá sem eru í standi.

 


mbl.is Íslendingar góðir í áströlskum fótbolta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Saell Gisli,

 Thessi myndasyrpa sem thu hefur valid, hefur litid sem ekkert med astralskan fotbolta ad gera. Aflog verda i ollum ithrottum og er eitthvad sem enginn vill sja. Vid erum ad reyna ad byggja upp thessa ithrott a Islandi og thaetti vaent um ad thu vaerir ekki ad gefa ranga mynd af henni a thennan hatt. Eg get bent ther a morg onnur myndbrot sem gefa raunhaefari mynd af thessari ithrott ef thu kaerir thig um.

Fyrir hond landslidsins,

Fridgeir Torfi Asgeirsson fyrirlidi landslidsins

Fridgeir Torfi Asgeirsson (IP-tala skráð) 4.10.2009 kl. 16:40

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Sæll Friðgeir Torfi

Auðvitað snýst þessi kraftmikla íþrótt ekki um slagsmál setti inn annað myndskeið svona "highlights" myndskeið sem gefur kannski aðeins réttari mynd af íþróttinni. Horfði mikið á þetta á einhverri sjónvarpsstöð fyrir nokkrum árum og hafði gaman af. Finnst bæði enska rugby-ið og ástralski boltinn svo miku skemmtilegra áhorfs en ameríska rugbý-ið. vona að þeir sem skoða myndskeiðin hafi gaman af, oft er þaðsem að svona hasar fær fólk til að vilja sjá meira, vona alavega að það fæli ekki frá.

En til hamingju með árangurinn - hann ætti að veita ykkur meðbyr.

Bestu kveðjur

Gísli Foster Hjartarson, 4.10.2009 kl. 17:11

3 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Sæll aftur

Ekki misskilja mig þegar ég nefni Rugby útgáfurnar tvær Ástralski boltinn er ekki eins - en þetta eru svona íþróttir sem maður notar helst til að koma á framfæri einhverju sem fær fólk til að leggja vð eyrun.Ameríska rúgbýið er náttúrulega fjarri en bretarnir eru nær - fólk verður bara að kynna sér þetta ég þekki ekki innviðina nógu vel til að geta skýrt þetta út í einföldu máli . Las ég ekki einhversstaðar að menn væru að reyna að starta þessu líka fyrir norðan, á Ólafsfirði ef að ég man rétt, hefur það gengið eftir?

Gísli Foster Hjartarson, 4.10.2009 kl. 17:20

4 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Aldeilis fjörið þarna...Þarf skapgóða dómara í þessa íþrótt....

Halldór Jóhannsson, 4.10.2009 kl. 17:36

5 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Já Halldór þetta er bráðskemmtileg íþrótt - hlakka til að fylgjast með framgangi hennar hér á landi

Gísli Foster Hjartarson, 4.10.2009 kl. 19:32

6 identicon

Sæll Gísli,

Við erum komnir heim frá Króatíu með bikarinn.Takk fyrir breytingarnar og hversu snöggur þú varst að þessu.

Kveðja,

Friðgeir.

Friðgeir Ásgeirsson (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband