5.10.2009 | 12:56
Foster fórnað?
Það held ég að margur United aðdáandinn gleðjist yfir því að það styttist í endurkomu Van Der Sar, margir þeirra hafa ekki getað á heilum sér tekið síustu misseri útaf því að Foster hefur verið í markinu. Foster sem lengi hefur nú þótt með frambærilegri ungum markvörðum sem englendingar eiga hefur ekki en tekist að sannfæra stuðningsmenn United um að hann sé maðurinn sem eigi að taka við þegar gamli Hollendingurinn leggur takkaskónum og tekur fram tréklossana, kannski að Pólverjinn, ætli ekki að reyna að slá inn nafnið, taki þetta bara að sér þegar þar að kemur.
![]() |
Foster er frá vegna meiðsla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já það er nú svo að mínu áliti hann gerast stundum sekur að heimskulegri vitleysu, t.d. þegar Tevez stal af honum boltanum, svo úr varð mark (er samt ekki frá því að hann hafi verið með hönd á boltanum)þar hefði hann getað spyrnt boltanum út fyrir hliðarlínu. Nú í leiknum á móti Sunderland þegar hann fékk á sig annað markið, þar var ekki vitglóra að ætla sér að handsama boltann í návígi við Jones, auðvitað átti hann að kíla tuðruna, þá hefði Jones aldrei náð að setja hausinn í hana. En það er nú svo að markmenn gera mistök alveg eins og aðrir leikmenn, og Foster svo sem ekki eini markmaðurinn sem það gerir, en hann hefur svo sem líka átt snildar markvörslu.
Hjörtur Herbertsson, 5.10.2009 kl. 15:55
Setja Gisla Foster í markið!
Jodie Foster (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 18:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.