22.10.2009 | 19:55
Gamli refurinn og ....
Jæja þá er gamli félaginn kominn heim á ný - ekki kom til okkar þegar hann kom heim úr atvinnumennskunni - þó við höfum rætt þetta á þeim tíma þá áttum við nú sennilega ekki þess kost að krækja í hann enda ekki með seðla upp úr hverjum vasa eins og Fimleikafélagið var með á þeim tíma. - Þó svo að karlinn sé kominn á síðari ár í boltanum þá hef ég þá trú að hann muni nýtast okkur vel og hann kemur náttúrulega með ferska vinda, þó gamall sé, og aukið egó í liðið. Ég ætla ekkert að fara að rifja hér upp gamla gelðitíma sem að maður átti með Tryggva og félögum en víst er að það gleður marga að sjá hann koma heim....og þá væntanlega til að enda sinn feril.
Ásgeir Aron er náttúrulega líka gaman að fá til Eyja hann hefur staðið sig með miklum ágætum hjá Fjölni síðsutu ár eftir að hafa verið hjá KR eftir að hann flutti heim frá Þýskalandi á sínum tíma - ekki nokkur spurning um að hann styrkir okkar hóp. Gott líka að vita að enn eru ungir strákar í tuðrusparkinu hér heima sem vilja ganga til liðs við ÍBV án þess að þurfa að vera með eilífar vangaveltur um hitt og þetta, hér var gengið hreint til verks og hlutirnir kláraðir án nokkurra klækja, um að einhver væri með þetta eða hitt handan við hornið - það lá á borðinu allan tímann að hann vildi koma hingað og ekkert annað.
Gaman að fá ykkur peyjar - ég veit að þið eigið eftir að vera okkur styrkur og munið klárlega taka ykkur vel út í okkar fallega búningi .
Áfram ÍBV alltaf allstaðar og um alla eilífið
Tryggvi: Spennandi tímar í Eyjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég er feikilega sáttur við þetta...
Hvað er að frétta af Rikka afa hans Tryggva???Veistu eitthvað um þann mikla höfðingja,átti allvega hús á Spáni einhversstaðar??
Bestu kveðjur..og Áfram ÍBV...
Halldór Jóhannsson, 22.10.2009 kl. 21:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.