1 atkvæði, mörg eftir

Nú fer umræðan á flug aftur - það var samþykkt fyrir löngu að ganga til samninga og greiða IceSave heldur fólk að við fáum endalaust lengt í snörunni? Sagði mér þingmaður í síðustu viku að ríkisstjórnin sem sat fyrir ári hefði hafnað dómstóla leiðinni. Hvernig ætla menn þá að tækla þetta ef ekki á að samþykkja neina samninga? - Geta t.d. Sjálfstæðismenn og konur sem að samþykktu á sínum tíma, í ríkisstjórn, að fara ekki dómstóla leiðina ætlast til þess að við ýtum þessu endalaust á undan okkur?  Í raun og veru ætti það að vera auðveldast fyrir VG fólk að vera á móti þessu af því að það hefur í raun flest allt verið á móti frá uppafi - þetta á því ekkert að koma á óvart.

Það verða viðbrögð  D og S liða semmunu annað hvort koma á óvart ....ja eða ekki.


mbl.is Getur ekki samþykkt Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigursveinn

Sæll félagi.  Þú skalt passa þig á að trúa ekki öllu sem þingmenn segja við þig, sérstaklega ekki stjórnarþingmenn í dag!  Aldrei hafa komið fram plögg sem sína fram á það að fyrri ríkisstjórn hafi afsalað sér rétt til þess að fara dómstólaleiðina.  Og þó svo væri, þá eru nú fjöldamörg dæmi um það að ný ríkisstjórn kollvarpi málum sem fyrri ríkisstjórn hafði unnið að.   Að mínu viti aum afsökun ráðamanna í dag fyrir þeirra eigin getuleysi.

Sigursveinn , 2.11.2009 kl. 09:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband