Hver nýtur trausts?

Njóta eigendur Haga trausts? Njóta hinir og þessir jöfrar sem afskrifaðar hafa veri skuldir hjá trausts? Nýtur Þorgerður Katrín trausts? Nýtur Birna Einarsdóttir trausts? - Nýtur allt þetta fólk sem búið er að afskrifa aura, krónur, þúsundkalla, milljónir og jafnvel milljarða hjá trausts? Nýtur fólkið sem er í toppstöðum í bönkunum í dag og var þar fyrir hrun mikils trausts? jafnvel búið að afskrifa hjá þessu liði heilu stæðurnar.

Það virðist vera hjá einhverjum að svo sé ...en ég held að við  séum ansi mörg sem berum ekki mikið traust til þessa fólks


mbl.is Njóta eigendur Haga trausts?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Mikið er ég sammála þér..Þetta fólk nýtur ekki trausts meirihluta þjóðarinnar. Jón Ásgeir, Björgólfur eða hvað sem þeir heita..Fólk er búið að fá alveg nóg af þessu..Maðurinn minn situr hér og segir: Ég ákæri! Hann ákærir bankastofnanir og segir að við höfum verið seld mansali! Er það ekki málið..Við höfum verið sett í þrælkunnarvinnu og börnin okkar líka.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 2.11.2009 kl. 23:10

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

já og barnabörnin ...Tek undir með ykkur hjónum.

Ég hélt bara að samfélagið gæti ekki orðið svona lokað og þröngsýnt en svo virðist sem að það eigi að halda öllum trompunum á sömu höndum og áður við hin sama hversu vel við erum gerð, eða illa, eigum ekki að fá neina sneið af brauðtertunni þegar að hún verður lögð á borðið ...það verður ekkert nýja Ísland sem sagt!!!

Gísli Foster Hjartarson, 2.11.2009 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.