Geðveikislegar skattahækkanir!!!

Ég veit ekki! Ef að útreikningar eru réttir hér að neðan í grein hjá þessum örugglega ágæta manni, Grími Atlasyni, þá þarf nú ekki miki til til að vera geðveikur - held að sumir ættu að renna upp áður en þeir lýsa yfir geðveiki hjá öðrum - ef þessar hækkanir eru geðveiki þá telst ég sennilega vel sjúkur. (tek fram að ég stal þessu í leyfisleysi af síðunni hans)

Hlustaði á formann Sjálfstæðisflokksins tala um brjálæðislegar skattatillögur ríkisstjórnarinnar í gær. Af orðum hans að dæma mátti draga þá ályktun að ríkissjóður myndi hirða bróðurpart launa fólks. Illugi Gunnarsson mætti síðan í útvarpið í morgun og málaði afar dökka mynd af ástandinu.  Það er líklegt að margir hafi orðið hræddir við þessar véfréttir og án efa hafa þeir félagar náð í eitthvert fylgi fyrir flokkinn. En hvað voru þeir Bjarni og Illugi eiginlega að gagnrýna?

Brjálæðislegar tillögur ríkisstjórnarinnar í skattamálum eru þessar:

Þeir sem eru með 150.000 kr. í mánaðalaun borga 1.650 kr. minna.
Þeir sem eru með 300.000 kr.  í mánaðarlaun borga 800 kr. minna.
Þeir sem eru með 400.000 kr. í mánaðarlaun borga 3.100 kr. meira.
Þeir sem eru með 600.000 kr. í mánaðarlaun þýða 16.900 kr. meira.
Þeir sem eru með 1.000.000 kr. í mánaðarlaun borga 32.500 kr. meira.

Hvað er brjálæðislegt við þetta? Við hverju bjuggust Bjarni Benediktsson og Illugi Gunnarsson þegar þeir vöknuðu upp eftir góðærisrallið? Að hagstjórnarmistök þeirra síðustu 18 árin yrðu leyst með því að loka augunum eða detta í það aftur? Á mesta góðæristoppnum dældi ríkisstjórnin eldsneyti á bálið með skattalækkunum og framkvæmdaæði. Það voru stórfelld mistök sem bættust á langan lista mistaka þeirra manna sem núna gala hæst.

90 milljarðar bara í vaxtagreiðslur á næsta ári. Það er vonlaust að ætla að keyra ríkissjóð á óskinni um að hægt sé að selja auðlindir og leyfa gömlu vinunum að framkvæma okkur út úr stöðunni. Það er beinlínis ömurlegt að þessir menn tjái sig með þeim hætti sem þeir gera nú. Draga úr fólki kjark og þor með upphrópunum sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Hókus pókus lausnir eru síðan boðaðar. Auðvitað er það slæmt að almenningur þurfi að punga út peningum til að þjóðarbúið rísi að nýju. Það er vont að kaupmáttur rýrni og álögur verða hærri. En það er algjörlega óhjákvæmilegt og var fyrirséð.

Tillögur ríkisstjórnarinnar eru hófstilltar og deila byrðunum á réttlátan hátt. Er það ósanngjarnt að fólk sem hefur 600.000 kr. á mánuði greiði 16.900 kr. hærri skatta? Er að ósanngjarnt að þeir sem fá milljón á mánuði greiði 32.500 kr. hærri skatta? Kannski en er betra segja fleirum upp á Landspítalanum eða loka menntastofnunum?

Hávaðinn frá þessum aðilum hefur nú þegar kallað yfir sveitarfélögin og 30.000 einyrkja hærra tryggingagjald. Það mátti ekki leggja byrðar á vinina. Er engin samfélagsleg hugsun í gangi í Valhöll? Snýst þetta allt um hag stórkapítalsins?

Grímur Atlason @ 11. nóvember, 2009

 

 


mbl.is Eitruð blanda skulda og skatta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ertu ekki að gleyma öllum hinum skattahækkununum og nýju sköttunum...ég held að þeir séu mikið hættulegri en þessi tekjuskatts hækkun

Anna Grétarsdóttir (IP-tala skráð) 11.11.2009 kl. 16:36

2 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Hlustaði á formann Sjálfstæðisflokksins tala um brjálæðislegar skattatillögur ríkisstjórnarinnar í gær.

Eitt og sér er þetta ekki mikið fyrir okkur að punga út, en ef þú tekur inn í þetta allt annað sem er búið að hækka þá er þetta farið að telja.

Einnig má ekki gleyma því að þessar áætlaðar tekjur sem á að koma inn hjá ríkinu fyrir þessa skatta aukningu er peningur sem fer ekki í umferð í atvinnulífinu sem þýðir meiri stöðnun, þetta virkar lítið en getur haft í för með sér uppsagnir því að atvinnurekendur hafa minna efni á að reka sín fyrritæki og í svoleiðis málum er oftast notast við uppsagnir, þá ertu kominn með minni skatta innkomu fyrir þá sem er sagt upp og meiri útgjöld þar sem viðkomandi fer á atvinnuleysisbætur.

Síðan má ekki gleyma þeim sem fara sjá fram á það að nú er að verða arðbærara að stinga undan skatti og áhætta á móti gróða er meira og meira að borga sig.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 11.11.2009 kl. 16:50

3 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Þarna er nú bara átt við þessar skattahækkanir ekki aðrar - það sjáið þið strax - en auðvitað er fullt af tengingum í gangi.

Halldór slæmt er það ef eitthvað er að marka félaga mína í samtökum atvinnulífsins sem segja að það vanti 40 milljarða í kassann ef að sú tala eykst!!!!! - er ekki alveg að átta mig á hvernig fólk ætlast til þess að samfélagið gangi upp ef að það á að einbeita sér að því að svíkja undan skatti - það er náttúruelga verið að svíkja undan sjálfum sér og engum öðrum þannig séð.

Staðan er náttúruelga ekki góð eftir sukk og svínarí og allan þjófnaðinn síðustu ár, og það kemur að skuldadögum en auðvitað má alltaf deila um leiðir.

Gísli Foster Hjartarson, 11.11.2009 kl. 20:15

4 identicon

Ég skil ekki þessa útreikninga þína, manneskja með 1 mill í laun greiddi í fyrra miðað við 37,2% skatta 372000-42000(pers.afs) = 330000.

Nú á að greiða 36,1% af fyrstu 250 síðan 41,1 og loks 47,1 af tekjum yfir 500.000, eða 36,1% af öllum launum, auka 5% fyrir 250þ og svo auka 10% fyrir 500þ = 361000+12500+50000-42000 = 381500 þetta er mismunur upp á 51500 en ekki 32500. Þetta eru 618.000 á ári!!!!

Guðný (IP-tala skráð) 11.11.2009 kl. 21:11

5 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

er ekki alveg að átta mig á hvernig fólk ætlast til þess að samfélagið gangi upp ef að það á að einbeita sér að því að svíkja undan skatti - það er náttúruelga verið að svíkja undan sjálfum sér og engum öðrum þannig séð.

Fólk sem er að stinga undan skatti er hefur ekki samfélagið í fyrsta sæti heldur sig og sína, það má virka á marga sem vondur hlutur en sumir gera þetta til að geta gengið frá sínum skuldum.

Og það fyndnasta við þetta er að þessar krónur sem er stungið undan skatti er í raun ekki eins slæmt og þú villt halda, því það er mikill hluti af þessu sem undan er stungið, er eytt í neyslu, sem kemur hreyfingu á atvinnulífið og skilar sér í kassa ríkisins í formi t.d. sköttum á neysluvörur, tollar og þess háttar.

Eini munurinn er sá að peningurinn fór eina umferð í gegnum atvinnulífið sem er gott fyrir hagvöxt.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 11.11.2009 kl. 22:30

6 identicon

Auðvitað eru skattahækkanir skelfilegar í hvaða formi sem þær eru. Hins vegar hljóta allir skynsamir einstaklingar að viðurkenna að ekki verður hjá skattahækkunum komist til að auka tekjur í ríkiskassann. Meira segja Samtök atvinnulífsins viðurkenna þörfina fyrir skattahækkanir.

Sjálfstæðismenn berja höfðinu við stein nú sem oftar og segja þetta ómögulegan tíma til að hækka skatta. Ég er alveg sammála því að þetta er slæmur tími en þegar góðærið var á fullri ferð var tekjuskattur lækkaður og hreyktu sjálfstæðismenn sér af því. Það voru reyndar hækkaðir aðrir skattar í staðinn. En á þessum tíma benti núverandi fjármálaráðherra, sem þá var stjórnarandstöðuþingmaður, að það væri út í hött að lækka skatta þrátt fyrir góðærið því ekki veitti af að styrkja ríkisstjóð til að hann væri betur búinn undir samdráttinn sem kæmi í kjölfar góðærisins. En að sjálfsögðu var Steingrímur úthúðaður fyrir skoðun sína. Ég á þó ekki von á að Steingrímur hafi búist við algjöru hruni.

Ég kaus ekki ríkisstjórnarflokkana en ég tel þetta fólk sem er þar við stjórnartaumana ekkí öfundsverðri aðstöðu að taka við þjóðarbúinu í rjúkandi rúst eftir ákveðna aðila sem nú þykjast hafa svörin og lausnirnar á reiðum höndum. Stjórnin verður þó að leggja meiri þunga en verið hefur á að byggja upp atvinnulífið og ég tel að nú verði að leggja til hliðar grænar hugsjónir og rífa í gang álverið á suðurnesjum til að eitthvað fari að gerast. Það vantar ekki að talað er um að nýta raforkuna í önnur og betri verkefni en þau verkefni virðast ekki vera fyrir hendi því ekki eru þau nefnd á nafn af hálfu stjórnarinnar.

Guðmundur (IP-tala skráð) 11.11.2009 kl. 23:41

7 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Hins vegar hljóta allir skynsamir einstaklingar að viðurkenna að ekki verður hjá skattahækkunum komist til að auka tekjur í ríkiskassann.

Þarna erum við ekki sammála, skattahækkanir ofan á laun eru ekki besti kosturinn til að auka tekjur fyrir ríkiskassann, þessar skattahækkanir koma alls ekki til með að skila sér í ríkiskassann eins og Steingrímur vonar, ef þær aukast þá verður það lítið þar sem það tapast á móti tekjur útfrá kaupum hjá neytendum.

En á þessum tíma benti núverandi fjármálaráðherra, sem þá var stjórnarandstöðuþingmaður, að það væri út í hött að lækka skatta

Það skiptir engu máli hvernig viðrar, þetta er eðli vinstristjórnanna, það er að skattleggja allt til helvítis og breyta helmingnum af vinnuaflinu í aumingja á ríkisbótum.

Held að gula pressan í dag hafi farið með þetta nokkuð nákvæmt, ef vinstristjórnin fengi öllu ráðið þá myndum hún taka öll laun af öllum og í staðin skaffa húsnæðiskofa og mat.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 12.11.2009 kl. 00:06

8 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Halldór!

Og það fyndnasta við þetta er að þessar krónur sem er stungið undan skatti er í raun ekki eins slæmt og þú villt halda, því það er mikill hluti af þessu sem undan er stungið, er eytt í neyslu, sem kemur hreyfingu á atvinnulífið og skilar sér í kassa ríkisins í formi t.d. sköttum á neysluvörur, tollar og þess háttar.

Eini munurinn er sá að peningurinn fór eina umferð í gegnum atvinnulífið sem er gott fyrir hagvöxt.

Eigum við þá ekki bara að sleppa því alveg að hafa skatta fyrst þetta skilar sér allt hvort sem er?

Gísli Foster Hjartarson, 12.11.2009 kl. 13:32

9 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Eigum við þá ekki bara að sleppa því alveg að hafa skatta fyrst þetta skilar sér allt hvort sem er?

Ja, ef við sleppum öllum sköttum þá gengur það ekki upp, en ef við lækkum tekjuskatt töluvert þá værum við í fínum málum

Halldór Björgvin Jóhannsson, 12.11.2009 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.