Kannski ekki þörf.....

...á að birta þennan viðbjóð opinberlega. Nóg ef að þetta fer fyrir nefndir á vegum þeirra samtaka sem berjast gegn þessum viðbjóði sem virðist því miður eiga sér stað alltof víða en þann dag í dag. Enginásætð til þess að þegja um þessi mál en sé ekki alveg þörfina fyrir að birta þetta allt á opinberum vettvangi.

En vonandi fara þessar þjóðir sem á bak við viðbjóðinn standa að taka til í eiginherbúðum.


mbl.is Gates bannar myndbirtingar af misþyrmingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já einmitt. Ályktanir frá nefndum, áskoranir frá mannúðarsamtökum, þrýstingur frá fjöldasamtökum og undirskriftalistar hafa gefið svo góða raun. Sú staðreynd að jafn stór og valdamikil samtök og Sameinuðu þjóðirnar hafa ekki náð að stöðva mannréttindarbrot Ísraelsmanna með múrnum sínum sýnir svart á hvítu hversu máttlítil þessi aðferðarfræði er.

Einhverntíman var sagt um kosningar: „Ef að kosningar myndu breyta einhverju, þá myndu þeir banna þær,“ ég held að það sama eigi við um fjölmiðla. Og viti menn, hér er komið eitthvað innan fjölmiðla sem gæti breytt einhverju, það er að birtingar á níðum hins opinbera gæti mögulega orðið til þess að almenningur rísi upp í beinum aðgerðum gegn þeim. Og það er bannað.

Kallaðu mig samsærissinna, en ég held að einmitt ástæðan fyrir því að þetta hefur verið bannað er einmitt sú að það var hætta á að þetta myndi gera meira meira gagn en gömlu góðu aðferðirnar, þ.e.  ályktanir frá nefndum, áskoranir frá mannúðarsamtökum, þrýstingur frá fjöldasamtökum, undirskriftalistar o.s.frv.

Ef að þessar myndir fara fyrir brjóstið á þér, ekki þá horfa á þær. Við hin viljum nota þær til að upplýsa hversu ógeðsleg sum stjórnvöld geta verið.

Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 15.11.2009 kl. 16:34

2 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Held að það sé hið besta mál að birta þetta. Þá vita menn a.m.k. hvað er um að ræða.

Haraldur Rafn Ingvason, 16.11.2009 kl. 00:01

3 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Þessar myndir fara ekki fyrir brj'ostið á mér og ég er aldeilis ekki hlynntur þessum viðbjóði - spurningin bara sú hvort að það þjóni sínum tilgangi að  vera að flagga þessu of mikið á opinberum vettvangi, var nú aðallega það sem að ég var að velta fyrir mér.

En ég styð alla þá baráttu sem á sér stað til að stofa þennan óbjóð. - ekki misskilja mig í því.

Gísli Foster Hjartarson, 18.11.2009 kl. 12:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.