20.11.2009 | 18:27
Einar til ÍBV?
Einar Jónsson þjálfari kvennaliðs Fram og aðstoðarmaður Viggó kom til Eyja rétt eftir hádegið og hefur í dag í vðræðum við ÍBV um að taka við sem aðalþjálfari félagsins. Einar hefur verið á fundum með forráðamönnum ÍBV síðan hann kom en það mun vera að frumkvæði Hlyns Sigmarssonar sem að menn ákváðu að skoða þessi mál en EInar og Hlynur þekkjast vel frá því sá fyrrnefndi þjálfaði hjá ÍBV er hinn síðarnefndi var formaður klísturkastsdeildar.
Þessi orðrómur hefur ekki fengist staðfestur að oðru leyti en að Einar er kominn til Eyja og var sóttur upp í flugvöll af Hlyni Sigmarssyni fyrrv. formanni handknattleiksdeildar ÍBV og með þeim í bílnum var núverandi formaður ÍBV-íþróttafélags Jóhann Pétursson.
![]() |
Viggó sagt upp hjá Fram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það eru tveir Einar Jónssonar í fram, annars vegar þjálfari mfl kvk og hins vegar aðstoðarþjálfari mfl kk, annar sem þú þekkir greinilega er lítil og ljóshærður, en hinn er stór og mikill dökkhærður og er haukamaður að uppruna
Frammari (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 19:31
Hvernig er með þessa Þjóðarsál, af hverju heitir hún þessu orðskrípi, af hverju getur hún ekki heitið eins og annað fólk. Meiri sauðurinn.
Krímer (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 22:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.