Tivalin leið?

Þetta er vel til fundið hjá þeim félögum í Valhöll að taka upp á því að bjóða upp svona eldri muni til þess að fjármagna endurgreiðslurnar á stóru styrkjunum.

Það er miklu meira upp úr þessu að hafa en að bjóða kannski upp þingmenn flokksins, þó svo að ég hugsi að við fyndum örugglega einhverja sem myndu kannski bjóða í hina og þessa þingmenn til þess að láta þá þrífa bílinn, taka til í bílskúrnum vaska upp og skjótast út með ruslið - eða myndi kannski engin treysta þeim til slíkra verka?

En þarna eru nú að öllu gamni slepptu fágætir munir sem áhugasamir ættu að skoða. Ég hugsa að ég hefði boðið í Björn Bjarnason ef að hann hefði verið falur þarna til þess að ræða fræði fyrri ára. - þó svo að ekki væri nema til 3ja eða fjögurra tíma.


mbl.is Uppboð í Valhöll á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.