24.11.2009 | 10:46
Upplýst mál, og kannski ekki...
...stórmál en radar samt á forsíðu mbl.is. Lögreglan í Eyjum búin aðleysa þetta mál af sinni einskæru röggsemi en á meðan bíður þjóðin eftir að eitthvað af öllum þessum mönnum sem hafa framið hér glæpi á færiböndum gegn heilli þjóð séu teknir fyrir dæmdir og komið fyrir á lokuðu svæði ....sem minnir mig á það að ég vil að við Eyjamenn einbeitum okkur af því að fá fangelsi til Eyja, alvöru fangelsi.
Kveiktu í skilti á Eldfelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Akkuru alvöru fangelsi í Eyjum Gísli??
Er svona mikið af krimmum þarna?
Eða langar þig til að hýsa úrrásarhyskið:)
Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 24.11.2009 kl. 11:20
Ég vil fá hingað fangelsi til að hýsa glæpamenn sama hvaða nafni þú kallar þá held bara að þetta sé atvinnuskapandi fyrir okkur, nokkuð stöðug vinna og örugg :-) Held einnig að sú "einangrun" sem Eyjan bíður upp á sé ekki til að skemma fyrir möguleikum okkar.
Gísli Foster Hjartarson, 24.11.2009 kl. 11:40
Ég held að það yrði nú mun hagkvæmara og fljótlegra að reisa múr í kringum Reykjavíkursvæðið og flytja þessa örfáu saklausu sem þar búa í burtu og læsa síðan hina vitleysingana inni.
Hafsteinn Gunnarsson (IP-tala skráð) 24.11.2009 kl. 12:13
He he Hafsteinn er þetta ekki full langt gengið, ekki vil ég nú meina að í Reykjavík séu nánast bara glæpamenn, en er samt nokkuð viss um að miðað vði höfðatölu þá eru þeir fleiri en hér á skerinu fagra.
Gísli Foster Hjartarson, 24.11.2009 kl. 12:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.