6.12.2009 | 18:30
Skandall ......en frábær leikur
Alveg fannst mér framan af aðdáunarvert hvað dómarar leiksins voru Hauka sinnaðir, framan af leik. Brottvísanir og rauðaspjaldið allt frekar tæpir dómar sem hölluðu á Fimleikafélagið og rúmlega það. Fyrir vikið var aðdáunarvert að sjá baráttu FH-liðsins sem því miður skilaði sér ekki í sigri. Haukaseiglan er ótrúleg. Einar Örn þyngar sinnar virði í gulli og rúmlega það pilturinn. Fyrir mig sem hlutlausan aðila var þetta topp skemmtun
Því verð ég að þakka báðum liðum fyrir frábæra skemmtun. Það var bara gaman að góna á þetta - Takk fyrir mig piltar, já og dómararnir líka því eftir að mínu mati slaka byrjun þá rættist nú úr en því verður ekki neitað að mér varð hugsað til Sigbjörn Óskarssonar, fyrrum þjálfara ÍBV, og viðbragða hans á sínum tíma þarna á upphafsmínútunum. (veit ekkert hvort allir muna eftir því ævintýri)
Gaman þótti mér líka að sjá Benna kringlu á bekknum hjá FH. Líka að mikið af þessum gömlu jálkum skulu en vera að sníglast í kringum þetta, gaman af því.
Síðast en ekkisíst var gaman að sjá hvað Guðlaugur Baldursson, knattspyrnuþjálfari, og börn báru af í stúkunni - alltaf gaman að sjá indælt fólk á skjánum hjá sér.
Haukar sigruðu í Kaplakrika eftir tvíframlengdan leik | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ekki sammála með rauða spjaldið. Þegar þú slærð til leikmanns með krepptum hnefa þá er það bara rautt. Flatur lófi og 2 mínútur. Frábær leikur og FH óheppnir (reynsluleysi).
Haukamaður (IP-tala skráð) 6.12.2009 kl. 22:03
þó það var haukadómgæsla í fyrri halfleik fannst mér vera frekar mikil fh dómgæsla í framlengingu.. Þeir fengu t.d. víti fyrir það sem við fengum ekki víti fyrir og fengu langar sóknir í algerri leikleysu meðan höndin kom strax upp hjá okkur.. annars voru dómararnir bara ekkert spes á báða bóga
... (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 02:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.